Fréttir frá 2009

12 21. 2009

Vel heppnað jólaball

Um síðustu jól var sú venja endurvakinn að halda jólaböll fyrir börn félagsmanna.

 Þetta vakti ánægju og ákveðið að endurtaka leikinn nú. Jólaballið var haldið í gær sunnudag 20. des. og mættu helmingi fleiri en í fyrra eða vel á fjórðahundrað manns. Sungið var og dansað í kringum jólatréð. Jólasveinar mættu á svæðið og léku við börnin ásamt því afhenda jólapakka.