Fréttir frá 2017

06 19. 2017

Fjölskylduhátíð RSÍ 2017

Fjolskylduhatid 2015Helgina 23. - 25. júní næstkomandi höldum við Fjölskylduhátíð RSÍ að Skógarnesi við Apavatn. Að venju verður margt um að vera, hoppukastalar, klifurveggur, fótboltakeppni, körfuboltakeppni, frisbygolf, golf og púttkeppni, veiðikeppni og öllu líkur þessu með kvöldskemmtun þar sem Hreimur og made in sveitin skemmta.
Dagskrá (smella hér)
Hátíðin er ætluð félagsmönnum RSÍ en eins og áður geta félagsmenn boðið gestum með sér. Frítt er fyrir félagsmenn, maka og börn yngri en 18 ára. Gestir félagsmanna greiða 3.000 kr fyrir fullorðinn, 1.500 kr fyrir börn á aldrinum 13 - 18 ára en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Rafmagn kostar 700 kr bæði fyrir félagsmann og gesti.

Félagsmenn munið eftir skilríkjum og félagsskírteininu :-)