rafidnadarsambandid2Golfmót iðnaðarmanna fer fram laugardaginn 1. september á Jaðarsvelli á Akureyri. Allir félagsmenn eru velkomnir hvar sem þeir búa en væri að sjálfsögðu sérstaklega ánægjulegt að þeir sem búi á svæðinu skrái sig á mótið sem allra fyrst.

Mæting kl. 12:00 í súpu og ræst verður út kl. 13:00. Skráning fer fram hjá Steindóri Ragnarssyni hjá GA, steindor@gagolf.is og hægt er að setja fram óskir um meðspilara hjá honum.

Mótsgjald er kr. 5.000 og innifalið í því er teiggjöf, spil á vellinum, súpa í hádeginu kl. 12 og matur að loknu spili.

Vegleg verðlaun verða í boði!

Sjáumst!

 

rafidnadarsambandid2Golfmót iðnaðarmanna fer fram laugardaginn 1. september á Jaðarsvelli á Akureyri. Allir félagsmenn eru velkomnir hvar sem þeir búa en væri að sjálfsögðu sérstaklega ánægjulegt að þeir sem búi á svæðinu skrái sig á mótið sem allra fyrst.

Mæting kl. 12:00 í súpu og ræst verður út kl. 13:00. Skráning fer fram hjá Steindóri Ragnarssyni hjá GA, steindor@gagolf.is og hægt er að setja fram óskir um meðspilara hjá honum.

Mótsgjald er kr. 5.000 og innifalið í því er teiggjöf, spil á vellinum, súpa í hádeginu kl. 12 og matur að loknu spili.

Vegleg verðlaun verða í boði!

Sjáumst!

 

rafidnadarsambandid2Nú er farið að bera sífellt meira á því að fyrirtæki eða stofnanir setji launafólki afarkosti um ráðningarform. Þegar starfsmaður er ráðinn til starfa þá er sífellt oftar verið að bjóða viðkomandi að ráða sig inn sem "verktaka" og að launagreiðslur séu þeim mun betri. Við fyrstu sýn þá getur þetta hljómað spennandi, tímakaupið sé jafnvel nokkuð hærra sem verktaki en þegar farið er að rýna í heildardæmið þá er iðulega verið að brjóta alvarlega á viðkomandi!

Ef þú stendur frammi fyrir tilboði sem þessu þá skaltu taka þér smá tíma til að meta hvað þetta þýðir í raun og veru en jafnframt að velta því fyrir þér hvort þetta sé í raun og veru verktaka eða hreinlega gerviverktaka.

Það er mikilvægt að muna að réttindi okkar samanstanda af fjölmörgum þáttum. Við fáum greitt tímakaup eða mánaðarlaun fyrir fullt starf í dagvinnu. Í einum vinnumánuði eru 173,33 klukkustundir í dagvinnu sem eru 8 klst í dagvinnu á dag. Þegar unnið er utan dagvinnutíma skal greiða yfirvinnu fyrir þá vinnu sem er 80% hærri en dagvinnan.

Þessu til viðbótar eigum við rétt á launagreiðslum ef við veikjumst og getur veikindaréttur verið mislangur en ætíð þarf að tryggja tekjur á þessum tíma og starfandi sem verktaki þá þarft þú sjálf/ur að leggja til hliðar launagreiðslur til að tryggja þetta tímabil. Launafólki er jafnframt tryggð laun vegna veikinda barna.

Þú átt rétt á orlofi, allt frá 24 dögum (orlofslaun 10,17%) upp í 30 daga (orlofslaun 13,04%) sumarorlof. Starfandi sem verktaki þá þarftu að gera ráð fyrir þessu og sértu starfandi einn þá þarftu að ákveða hvort þú lokir fyrirtækinu í rúman mánuð á ári og þá þarf að fá slíkt greitt á unnum tíma.

Þú munt þurfa að standa undir tekjulausum klukkustundum því sama hversu vel skipulögð/skipulagður þú ert þá mun alltaf vinnutími falla niður sem ómögulegt er að innheimta.

Sem verktaki þá þarftu jafnframt að standa skil á öllum launatengdum gjöldum. Þú þarft að fá inn tekjur vegna helgidaga / rauðra daga sem eru 17 talsins yfir árið en þar af geta 14 þeirra fallið á virka daga og falla ætíð 7 þeirra alltaf á virka daga, mánudaga, fimmtudaga eða föstudaga. Þessir dagar telja til um það bil 5-6% af vinnutíma ársins.

Við rekstur fyrirtækis telst jafnframt til kostnaður við rekstur á húsnæði, bifreiðum og kostnaður vegna bókhalds svo dæmi séu tekin. Þessi gjöld geta verið mjög breytileg og erfitt að áætla heilt yfir en það er auðvelt að áætla gróft að launatengd gjöld og kostnaður tengdur rekstri sé jafn hár launakostnaðinum sjálfum þannig að útseldur tími þarf að vera að minnsta kosti tvöföld upphæð sem launamaður á að fá greitt á tímann, þegar allir helstu þættir eru taldir saman.

Það er hins vegar svo á þeim dæmum sem fulltrúar RSÍ hafa fengið að sjá að fyrirtækin greiða "verktökum" töluvert mikið lægri "verktakagreiðslur". Því má gera ráð fyrir að fyrirtækin séu að losa sig undan ábyrgð launagreiðenda á þennan hátt. Í mjög mörgum tilfellum má gera ráð fyrir að um sé að ræða hreina gerviverktöku þar sem verkkaupi gerir kröfu um að ákveðin persóna vinni verkefnið. RSÍ hvetur einstaklinga sem eru í sambærilegri stöðu og þetta að skoða sín mál vel og vandlega og hvetjum við fólk í rafiðnaði að senda tölvupóst á verktaki@rafis.is og segja frá raunverulegum dæmum um það hvernig staðan er.

rafidnadarsambandid2Á aðalfundum Rafiðnaðarskólans og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins urðu breytingar á skipan stjórnanna. Breyting hefur orðið á formennsku í Rafiðnaðarskólanum en Hrafn Guðbrandsson tók við formennsku af Helga Rafnssyni. Hrafn er stjórnarmaður í Félagi íslenskra rafvirkja. Úr stjórn Rafiðnaðarskólans fer Sigurður Sigurðsson sem hefur á síðastliðnum árum sinnt formennsku fyrir hönd RSÍ til skiptis við fulltrúa SART. RSÍ þakkar Sigurði kærlega fyrir góð störf á undanförnum árum.

Stjórnir eru svo skipaðar fulltrúum RSÍ og aðildarfélaga:

Rafiðnaðarskólinn:
Hrafn Guðbrandsson, formaður stjórnar
Hafliði Sívertsen
Varamaður: Ásvaldur Kristjánsson

Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins:
Andri Jóhannesson
Hilmar Guðmannsson

rafidnadarsambandid2Nú eru örfáir mánuðir þar til allflestir kjarasamningar renna úr gildi á almennum vinnumarkaði. Á undanförnum árum hefur íslenska ríkið leitt launasetningu í landinum með gríðarlegum launahækkunum til þeirra sem minnst þurfa á því að halda, launahæsta fólkið í landinu. Alþingi hefur stýrt þessari bylgju í gegnum "hið óháða" kjararáð sem enginn getur komið vit fyrir.

Ljósmæður berjast fyrir réttmætum launum en eru hraktar úr starfi vegna launa sem ekki duga til. Fjármálaráðherra stígur iðulega fram og segist ekki geta hækkað einn hóp umfram aðra í landinu, það sé galin hugmyndafræði að samþykkja slíkt. Hann heldur sennilega að almenningur muni ekki svona hluti eða sjái það hreinlega ekki. Nýju fötin keisararns? Alþingismenn og ráðherrar hafa fengið launahækkanir sem eru svo langt umfram það sem almenningur hefur fengið og ég myndi telja að alþingismenn séu einmitt einn afmarkaður hópur.

Það er alls ekki óeðlilegt að ljósmæður fái leiðréttingu á sínum launum líkt og alþingismenn. Það er alls ekki óeðlilegt að lægstu laun verði hækkuð áfram til þess að bæta stöðu þeirra sem lægstu launin hafa. Það er langt frá því að vera óeðlilegt að rafiðnaðarmenn muni gera sömu kröfu til launahækkana líkt og alþingismenn enda erum við sammála Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, að það er óeðlilegt að einn hópur sá sem er í efsta lagi samfélagsins fái launahækkanir sem eru jafnvel margföld laun annarra í krónum talið.

En þá er mér jafnframt umhugað um það hvað ætlar ríkisstjórnin að gera gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum? Á virkilega ekkert að gera til að bæta þeirra stöðu? Ráðherrar vita það að með hækkun kjararáðs á þeirra kjörum þá eru þeir jafnframt að tryggja sér gríðarlega bót á sínum ellilífeyri enda fylgir þeirra ellilífeyrir launum starfanna sem þeir sinna en ekki gengi þeirra lífeyrissjóðs.

Fyrrverandi ráðherrar sem dæmi njóta verulega góðs af þessum úrskurðum kjararáðs enda hafa réttindi þeirra aukist verulega við þetta. Hvernig ætli ellilífeyrir þeirra skerðist vegna annarra tekna? Það er kominn tími til að fella út allar skerðingar almannatrygginga hjá hinum venjulega launamanni enda mega þeir sem eru komin á ellilífeyrisaldur lifa betra lífi á ellilífeyri hvort sem þeir vilji halda vinnu áfram eða setjast í helgan stein. Hvað kemur ríkinu við hvort launatekjur séu meiri eða minni á sama tíma og lífeyrir er greiddur út hjá TR?

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

rafidnadarsambandid rautt

Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar

Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks á almennum vinnumarkaði kom til framkvæmda þann 1. júlí 2018 en þá hækkaði framlagið um 1,5% og er nú orðið 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs nemur því nú samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda.

Atvinnurekenda greiðir hækkað mótframlag til þess lífeyrissjóðs sem skylduiðgjaldið er greitt til en sjóðfélagar geta nú sjálfir ráðstafað allt að 3,5% af lífeyrisiðgjaldi sínu í tilgreindan séreignarsparnað með samningi við lífeyrissjóð eða nýtt það til að auka tryggingavernd sína til örorkulífeyris og ævilangs ellilífeyris í samtryggingu.

Hækkun mótframlags atvinnurekenda byggir á kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ og SA frá janúar 2016 en þá var samið um 3,5% hækkun á mótframlagi atvinnurekanda í lífeyrissjóð sem tók gildi í þremur áföngum á árunum 2016-2018.

Taktu upplýsta ákvörðun um lífeyrisréttindin þín

Hver og einn launamaður ákveður sjálfur ráðstöfun hækkunar mótframlagsins, allt að 3,5% af launum, í tilgreinda séreign eða samtryggingu.

Viljir þú að hækkun mótframlags atvinnurekanda fari í tilgreinda séreign getur þú haft samband við lífeyrissjóðinn og gengið frá yfirlýsingu þar að lútandi.  Að öðrum kosti rennur hækkunin í samtryggingu og réttindi þín til örorkulífeyris og ævilangs ellilífeyris aukast.

Þú getur síðan hvenær sem er ákveðið að breyta ráðstöfun hækkunar mótframlags atvinnurekanda, úr samtryggingu í tilgreinda séreign að öllu leyti eða að hluta, eða úr tilgreindri séreign í samtryggingu. Breytingin tekur þá gildi frá þeim tíma, en er ekki afturvirk.

Allar frekari upplýsingar má nálgast hjá lífeyrissjóðunum. (Birta Lífeyrissjóður)

heldriferd 2018

Í gær þann 27.júní var hin árlega Heldrifélagaferð RSÍ.

Að þessu sinni var farið til Akranes og kíkt á byggðasafnið, bíóhúsið og drukkið kaffi í gamla kaupfélaginu.

(sjá myndir...smella hér)

 

Fjolsk 2018

Fjölskylduhátíð RSÍ fór fram um síðustu helgi. 

Myndir frá hátíðinni (smella hér)

 

 

Spann old

Til sölu eru tvær íbúðir í eigu sambandsins í Torrevieja á Spáni.  Nánari upplýsingar eru  á orlofsvef sambandsins. Íbúðirnar voru teknar í notkun vorið 2002.

Íbúðirnar verða lausar um áramót.

Félagsmenn sambandsins hafa forgang að kaupum. Senda þarf inn tilboð í síðasta lagi kl. 12.00  föstudaginn 13. júlí á netfangið agust@rafis.is.

Rafiðnaðarsambandið áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á agust@rafis.is

Rafiðnaðarsamband Íslands

Nánar um íbúðirnar (smella hér)

 

Salin30 2018 Banner1

Líkt og undanfarin ár verður fjölskylduhátíð RSÍ haldin að Skógarnesi við Apavatn og þetta árið ber hátíðina upp á helgina 22. - 24. júní. Hátíðin hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal félagsmanna enda sniðin að því að skemmta félagsmönnum og gestum þeirra. Hátíðin í ár verður með hefðbundnu sniði, fjölbreytt að vanda og í nógu að snúast fyrir börn og fullorðna. Bíóleikurinn vinsæli verður á sínum stað strax á laugardagsmorgninum, skátar mæta svo upp úr klukkan 11 með leiktæki. Viðavangshlaupið verður að venju kl 13 og að því loknu verður öllum boðið upp á hressingu. Eftir hádegi verður keppt í körfubolta, fótbolta og pútti. Einnig verður veiðikeppni og verðlaun veitt fyrir stærsta fiskinn. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á svæðinu verður komið upp tjaldi með skjá svo enginn ætti að missa af leikjum á HM. Um kvöldið verður svo slegið upp balli og hljómsveitin Sálin mun skemmta gestum til kl. 23:30.

Í ár fagna tvö aðildarfélög RSÍ stórafmæli. Félag rafeindavirkja var stofnað 1968 og er því 50 ára og Félag tæknifólks í rafiðnaði fagnar 25 ára afmæli. Að sjálfsögðu bjóða félögin gestum sínum upp á afmælisköku í tilefni tímamótanna.

 

                                                                             FRV50ara          FTR25ara