Fréttir frá 2018

05 1. 2018

Til hamingju með daginn!

1.mai2018Ég óska launafólki innilega til hamingju með daginn! 1. maí er dagurinn okkar og það er skylda okkar að safnast saman í kröfugöngur og láta í okkur heyra. Við vitum að með samstöðunni náum við árangri. Með því að beina spjótum okkar í sömu átt skilar okkur meiri árangri en með ósamlyndi. Það er okkar hlutverk að hlusta á hvort annað og fara fram með kröfurnar okkar í komandi kjaraviðræðum. 

Ég hlakka til að sjá ykkur í kröfugöngunum í dag og hvet ykkur til þess að mæta í sameiginlegt kaffi verkalýðsfélaganna á Stórhöfða sem haldið verður á Stórhöfða 27. Einnig er rétt að vekja athygli á því að samkomur eru víðsvegar um landið sem félagsmenn eru hvattir til þess að sækja.

Kristján Þórður

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?