Fréttir frá 2018

05 2. 2018

Ályktun sambandsstjórnar RSÍ - kaupaukakerfi fyrirtækja

rafidnadarsambandid2Sambandsstjórnarfundur RSÍ skorar á Birtu lífeyrissjóð og aðra lífeyrissjóði landsins að beita sér með afgerandi hætti fyrir því að fyrirtæki, sem sjóðirnir eiga í, afnemi óhóflegar kaupaaukagreiðslur og árangurstengingar launa til æðstu stjórnenda. Árangurstenging launa og kaupaukagreiðslur verði hófstilltar, gagnsæjar, byggist á langtímamarkmiðum og nái til allra starfsmanna fyrirtækisins.