Fréttir frá 2018

06 8. 2018

Ferð eldri félaga miðvikudaginn 27. júní kl 13:00

rafidnadarsambandid bleikur

Lagt verður af stað frá Stórhöfða 31 kl 13:00. Áætlunarstaður er Akranes, þar bíður okkar fjölbreytt og skemmtileg dagskrá þar sem Ingibjörg Pálmadóttir mun segja okkur frá sögu Akraness í máli og myndum. Kaffihlaðborð verður á sínum stað eins og vanalega og Byggðasafnið á Görðum heimsótt.

Skráning hefst 11. júní kl: 9:00 og lýkur á hádegi 22. júní. Makar eru að sjálfsögðu velkomnir en mikilvægt að skrá mætingu hans samhliða skráningu félagsmanns. Einnig er nauðsynlegt að skrá gsm símanúmer.

Þessar ferðir hafa verið vel sóttar síðustu ár og því mikilvægt að skrá sig tímanlega til að komast að en hámarksfjöldi í ferðina er 150 manns.

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið rsi@rafis.is eða með því að hringja í 580-5200.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?