rafidnadarsambandid bleikur

Vekjum athygli á lausum orlofshúsum um helgina á Einarsstöðum, Svignaskarði, Vestmannaeyjum og einu húsi í Skógarnesi.

golf

Golfmót iðnaðarmanna fer fram þann 2. júní 2018 á Hólmsvelli í Leiru (Leirunni). Rétt er að vekja athygli á að Spennugolf RSÍ er nú hluti af stærra móti með fleiri iðnaðarmannafélögum. Skráningu fer að ljúka en það er enn laus pláss en þeim fækkar. 

Ræst verður út kl. 09:00

Mótsgjald er 4.000 kr. (mótsgjald, teiggjöf, spil og matur að spili loknu).

Síðasti skráningardagur er 25. maí kl. 16 eða þegar hámarksfjölda er náð. 

Skráning (smella hér)

Vegleg verðlaun verða í boði !

rafidnadarsambandid2Send hefur verið tillaga um breytingu á framlagðri tillögu stjórnar Haga hf. en þar leggur stjórnin til 10% launahækkun til sín og er formaður stjórnar að hækka úr 600.000 kr í 660.000 kr. á mánuði svo dæmi sé tekið. Það er augljóst að þessi stjórnarlaun eru komin svo langt úr hófi að ekki verður séð að ástæða sé til þess að hækka þau svo ríflega og er það tillaga frá Rafiðnaðarsambandi Íslands að launin haldist óbreytt og verði ekki hækkuð í bráð. Réttast væri að sjálfsögðu að launin yrðu lækkuð hressilega en látum á það reyna hvort þessi tillaga verði ekki bara samþykkt á fundinum.

Tillagan var send á Haga hf. og væntum við þess að henni verði fylgt eftir af þeim fulltrúum sem á hluthafafundinum verða og þá sérstaklega úr baklandi lífeyrissjóðanna.

 

 

rafidnadarsambandid rautt

Tjaldsvæðið á Skógarnesi verður opnað föstudaginn 18. maí en þó aðeins lítill hluti þess. Tjaldsvæðið kemur illa undan vetri og því þarf að hlífa grasflötunum eins og mögulegt er. Það er rigningarspá í kortunum fyrir helgina, því viljum við biðja þá félagsmenn sem hafa hugsað sér að skreppa í Skógarnesið að ganga vel um svæðið og fara varlega um á bílum. Svo vonum við bara að hitastig fari að hækka til að gróðurinn taki við sér og hlökkum til að sjá sem flesta á Skógarnesi í sumar

Bjarg netbordi 2

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019.

Skráðu þig á www.bjargibudafelag.is

Skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti.

Íbúðir Bjargs eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir skilgreindum tekju- og eignamörkum og eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB.

Nánari upplýsingar um Bjarg íbúðafélag og hverjir eiga rétt á úthlutun má finna á heimasíðu félagsins www.bjargibudafelag.is

 

 

 

rafidnadarsambandid bleikur

Nú er sumarið komið og fyrsta útileguhelgin framundan. Erum með tjaldvagna til sölu. Ef þið hafið áhuga á að kaupa góðan og vel meðfarinn tjaldvagn þá endilega hafið samband. Hægt að koma og fá að skoða. Upplýsingar í síma 694-4959

rafidnadarsambandid rautt

Sambandsstjórnarfundur Rafiðnaðarsambands Íslands var haldinn á Akureyri dagana 27. og 28. apríl síðastliðinn.Sambandsst 2018 styrkur1

Sambandsst 2018 styrkur2

Árlega eru veittir styrkir til góðgerðarmála. Fjölmargar umsóknir bárust þetta árið og ljóst að ekki væri hægt að verða við öllum styrkbeiðnum. Þeir sem fengu úthlutað styrk þetta árið eru;

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis kr. 700.000

Félag fagkvenna kr. 500.000

Björgunarsveitin Súlur kr. 500.000

Fimleikadeild Völsungs kr. 300.000

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

golf

Golfmótið fer fram þann 2. júní 2018 á Hólmsvelli í Leiru (Leirunni)

Ræst verður út kl. 09:00

Mótsgjald er 4.000 kr. (mótsgjald, teiggjöf, spil og matur að spili loknu).

Síðasti skráningardagur er 25. maí kl. 16 eða þegar hámarksfjölda er náð. 

Skráning (smella hér)

Vegleg verðlaun verða í boði !

Veitt verða verðlaun fyrir: Höggleik án forgjafar, punktakerfi, nándarverðlaun, einnig verður dregið ú skorkortum

rafidnadarsambandid rautt

Þriðjudaginn 8. maí stendur félagsmönnum til boða að skoða aðstöðu RSÍ utan hefðbundins opnunartíma. Félagsmenn eru hvattir til að koma í heimsókn og geta um leið fengið þjónustu með sín mál hjá starfsmönnum. 

Sambandsstjórnarfundur RSÍ, sem haldinn var á Akureyri dagana 27. og 28. apríl, telur augljóst að með stuðningi Alþingis við úrskurði kjararáðs á undanförnum árum sé Alþingi að styðja það að verkalýðsfélög setji fram kröfur um launahækkanir á sömu nótum og með sama stuðningi styðji Alþingi atvinnurekendur í því að sættast á slíkar kröfur til almennings enda geti alþingismenn ekki notið launahækkana sem eru úr takti við það sem alþýða þessa lands fær.rafidnadarsambandid2