Fréttir frá 2019

01 15. 2019

Ályktun miðstjórnar vegna húsnæðismála

rafidnadarsambandid2Rafiðnaðarsambandið krefst réttlætis til handa heimilum landsins og hvetur önnur verkalýðsfélög og stjórnmálamenn til að gera slíkt hið sama.

Það er hvorki eðlilegt né ásættanlegt að 10.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín á nauðungaruppboðum eftir hrun og augljóst að þegar fjöldinn er slíkur sé ekki hægt að líta svo á að um „einkamál“ sé að ræða.

Rafiðnaðarsambandið krefst þess að Alþingi sjái til þess að skipuð verði rannsóknarnefnd, sambærileg við Rannsóknarnefnd Alþingis, án tafar!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?