rafidnadarsambandid rautt

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á Skógarnesi laugardaginn 15. júní kl 13:00. Farnar verða tvær vegalengdir 850 m og 2 km. Skráning við Stóra húsið

SH31 2Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn – Samband iðnfélaga, Félag iðn- og tæknigreina, Byggiðn – Félag byggingamanna, MATVÍS og GRAFÍA stéttarfélag hafa ákveðið að vinna náið saman að baráttumálum iðnaðarmanna. Því eru þessi félög að flytja í eitt hús á Stórhöfða 31. Markmiðið með því að vera saman í húsnæði er að samþætta starfsemi félaganna með bættri þjónustu til hagsbóta fyrir félagsmenn sína.

Okkur vantar heiti á húsið eða „samstarfið“. Því leitum við til félagsmanna þessara félaga um hugmyndir. Heitið þarf að vera lýsandi, félögin eiga að geta notað það á sameiginlega viðburði og geta kennt sig við að vera eitt af þessum félögum.

Frestur til að skila inn tillögum er til 14. júní 2019. Tillögum skal skilað til RSÍ merkt „nafn“ í umslagi þar sem nafn höfundar er í lokuðu umslagi með tillögunni. Einnig er hægt að senda tillögur í tölvupósti á sigrun@rafis.is. Nafni höfundar verður haldið leyndu fyrir dómnefnd.

Verðlaun að upphæð kr. 100.000,- verða veitt fyrir tillöguna sem verður valin. 
Dómnefnd mun fara yfir tillögur og velja eina úr. Dómnefnd áskilur sér rétt að hafna öllum tillögum.

Rafiðnaðarsamband Íslands, b.t. Sigrún Sigurðardóttir,

Stórhöfða 31, 110 Reykjavík

Merkt: Nafn

Apavatn2009(2)

Búið er að opna tjaldsvæðið á Skógarnesi. Svæðið kemur að mestu leyti vel undan vetri. Síðasta sumar var blautt sem hafði áhrif á grasflatirnar. Af þeim sökum verður A svæðið lokað fyrst um sinn. Flatirnar líta hins vegar vel út á hinum svæðunum og ekkert til fyrirstöðu að skella sér í útilegu. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar.

rafidnadarsambandid

Helstu atriði um kjarasamninginn
 
Kjarasamningur aðildarfélaga RSÍ og SA/SART voru samþykktir í atkvæðagreiðslu sem lauk 21. maí síðastliðinn. Í kjölfar þess þá hækka laun sem koma til útgreiðslu með eftirfarandi hætti:
 
Hækkun lágmarkslauna:
Frá og með 1. apríl 2019 gilda eftirfarandi lágmarkslaun:
Rafiðnaðarmaður að loknu 2ja ára fagnámi: 327.303 kr. (1.888 kr. á klst. í dagvinnu)
Rafiðnaðarmaður að loknu 3ja ára starfsnámi: 347.351 kr. (2.004 kr. á klst. í dagvinnu)
Rafiðn.maður að loknu 3ja ára starfsnámi, eftir 1 ár: 354.357 kr. (2.044 kr. á klst. í dagvinnu)
 
Rafiðnaðarmaður með sveinspróf:
Grunnlaun: 388.165 kr. (2.239 kr. á klst. í dagvinnu)
Eftir 1 ár: 394.496 kr. (2.276 kr. á klst. í dagvinnu)
Eftir 3 ár: 406.756 kr. (2.347 kr. á klst. í dagvinnu)
 
Rafiðnaðarsveinn eftir 5 ár með meistararéttindi: 423.048 kr. (2.441 kr. á klst. í dagvinnu)
 
Hækkun mánaðarlauna
Mánaðarlaun fyrri dagvinnu hækka um 17.000 kr. Frá 1. apríl 2019 og því er nauðsynlegt að uppreikna laun starfsmanna frá þeim tíma og greiða út í næstu útborgun, mánaðarmótin maí/júní 2019.
 
Hækkun tímakaups
Þeir starfsmenn sem eru á tímakaupi eiga að hækka um 98,1 kr. á klukkustund í dagvinnu á sama tíma. Launahækkun kemur frá 1. apríl 2019 og því þarf að uppreikna tvo mánuði sem greiðist út um næstu mánaðarmót (maí/júní).
 
Eingreiðsla
Eingreiðsla upp á 26.000 kr. Greiðist út með launagreiðslu í næstu útborgun (mánaðarmótin maí/júní 2019).
 
Orlofsuppbót
Orlofsuppbót greiðist út í næstu útborgun (mánaðarmótin maí/júní 2019) og er að upphæð 50.000 kr.
 
Aðrar launabreytingar:
Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 2,5% frá 1. apríl 2019. Ákvæðisvinnueining hækkar um 2,7%.
 
Ákvæðisvinna:
Ákvæðisvinnueining hækkar um 2,7% og verður frá 1. apríl 2019 647,85 kr.
 
Rétt er að taka fram að ekki verður nein breyting á yfirvinnuálagi á þessu ári og er yfirvinna 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu líkt og áður. Engin breyting er á neysluhléum samkvæmt kjarasamningi.
 
Samningsforsendur
Ein af samningsforsendum er að vextir lækki verulega og er ánægjulegt að geta þess að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti þann 22. maí 2019 og var lækkunin 0,5% sem er verulega jákvætt og getur haft veruleg áhrif á stöðu margra heimila. Önnur forsenda er að kaupmáttur launa hafi aukist þegar endurskoðun fer fram fyrir september 2020.

Rafiðnaðarsamband Íslands
*með fyrirvara um innsláttarvillur

rafidnadarsambandid2Í frétt sem birtist í gærkvöldi er farið með miklar rangfærslur um atkvæðagreiðslu um kjarasamning aðildarfélaga RSÍ við SA//SART. Þar er því haldið fram að félagsmenn Grafíu hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslu um þennan kjarasamning en slíkt er kolrangt og fráleitt að halda slíku fram. Félagsmenn Grafíu greiddu atkvæði um sinn kjarasamning og hafði því engin áhrif á atkvæðagreiðslu félagsmanna RSÍ. 

rafidnadarsambandid2Atkvæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ-SA/SART lauk kl. 12 á hádegi í dag. Niðurstöður liggja því fyrir og eru eftirfarandi:

Á kjörskrá voru 3.571, atkvæði greiddu 1.713 eða 47,97%

Já sögðu 840 eða 49,0%

Nei sögðu 816 eða 47,6%

Tek ekki afstöðu 57 eða 3,3%

Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

Hægt er að sjá hvernig úrslit fóru hjá þeim iðnaðarmannafélögum sem hafa tilkynnt hér .

 

 rafidnadarsambandid rautt

 Vekjum athygli á að rafræn atkvæðagreiðsla vegna nýgerðra kjarasamninga hófst föstudaginn 10. maí kl. 12:00

Skráningarhnappur er á heimasíðunni, innskráning með Íslykli eða rafrænum skilríkjum (smella hér) 

Atkvæðagreiðslu lýkur  21. maí kl 12:00

Sjá kjarasamning (smella hér) 

Við hvetjum alla félagsmenn, sem þessir samningar ná til, að taka afstöðu. 

Þeir sem hafa atkvæðisrétt eru þeir sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ og SA / SART. 

Þeir sem þiggja laun samkvæmt sérkjarasamningum eru ekki með atkvæðisrétt um þennan kjarasamning. 

 

Kynningarfundir vegna nýgerðra kjarasamninga eru eftirfarandi:

Selfoss: Hótel Selfoss,  þriðjudaginn 7. maí kl. 12:00

Reykjanesbær: Park Inn hótel, þriðjudaginn 7. maí kl. 17:00 

Reykjavík: Hótel Natura, miðvikudaginn 8. maí kl. 12:00

Ísafjörður: Hótel Ísafjörður, mánudaginn 13. maí kl. 12:00

Borgarnes: Hótel Borgarnes, mánudaginn 13. maí kl. 18:00

Eskifjörður: Randulffs sjóhús, þriðjudaginn 14. maí kl. 12:00

Akureyri: Hof, miðvikudaginn 15. maí kl. 17:00

Sauðárkrókur: Mælifell,  fimmtudaginn 16. maí kl. 12:00

Siglufjörður: Hús stéttarfélaganna,  fimmtudagur 16. maí kl. 17:00

Höfn Hornafirði: Hótel Höfn, föstudagur 17. maí kl. 12:00

Vestmannaeyjar: Hótel Vestmannaeyjar 17. maí kl. 12:00

rafidnadarsambandid2

rsi stjorn
Á 19. þingi Rafiðnaðarsambands Íslands sem haldið er dagana 9.-11. maí 2019 var Kristján Þórður Snæbjarnarson endurkjörinn sem formaður RSÍ til næstu fjögurra ára. Einnig voru endurkjörnir í eftirfarandi embætti þeir Borgþór Hjörvarsson varaformaður, Jakob Tryggvason gjaldkeri og Finnur Víkingsson ritari.

rafidnadarsambandid bleikur

Á 19. þingi Rafiðnaðarsambands Íslands sem stendur yfir dagana 9.-11. maí var haldin „Rakarastofuráðstefna“ í samstarfi við UN Women með u.þ.b 150 þingfulltrúum og gestum. UNwomanRSI
Tilgangur hennar er að skapa körlum svigrúm til að ræða jafnréttismál og hvernig þeir geta beitt sér gegn kynjamisrétti og stuðlað að kynjajafnrétti í sínu nærumhverfi. Við erum afar stolt af því að þessi umræða var tekin upp á þingi Rafiðnaðarsambands Íslands þar sem um 90% félagsmanna eru karlmenn. Samstarf UN Women og RSÍ mun halda áfram næstu þrjú ár samkvæmt ákvörðun þingsins. Rafiðnaðarsamband Íslands mun í tengslum við þetta samstarf styrkja UN Women um kr. 2.500.000 á ári.

rafidnadarsambandid rautt

Á 19. Þingi Rafiðnaðarsambands Íslands sem nú stendur yfir var tekin fyrir umsókn Grafíu um aðild að sambandinu. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma og sú vinna kynnt þingfulltrúum í aðdraganda þings. Atkvæðagreiðsla fór fram föstudaginn 10. maí og var umsóknin samþykkt með tæplega 60% atkvæða. Við bjóðum félagsmenn Grafíu velkomna í Rafiðnaðarsamband Íslands og hlökkum til þess samstarfs sem framundan er. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?