Fréttir frá 2006

12 22. 2006

Ísal/ALCAN deilan - staðan.

Nokkrir hafa haft samband við skrifstofuna og forvitnast um hvernig staðan sé í hinni svokölluðu Ísal deilu vegna uppsagna starfsmanna. Málið hefur vakið mikla athygli og umræðu innan verkalýðshreyfingarinnar og var tekið fyrir á ársfundi ASÍ 2006. Ítrekað hafa viðkomandi stéttarfélög reynt að ná sáttum en fyrirttækið ætíð slegið á sáttahöndina. Nú virðist málið vera á leið til dómstóla.Nokkrir hafa haft samband við skrifstofuna og forvitnast um hvernig staðan sé í hinni svokölluðu Ísal deilu vegna uppsagna starfsmanna. Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni þá beindist gagnrýni miðstjórnar RSÍ að tveim atriðum.   A)      Starfsmaður sem hefur unnið um áratugaskeið hjá fyrirtækinu án athugasemda er sagt fyrirvaralaust upp án skýringar stuttu áður en hann öðlast rétt til flýttara starfsloka. Ákvæði um flýtt starfslok voru á sínum tíma sett í kjarasamning stéttarfélaganna við Ísal/ALCAN sem gulrót til þess að tryggja frekar tryggð starfsmanna við fyrirtækið en þegar kemur að því að starfsmenn eiga stutt í að öðlast þennan rétt eftir 30 ára trygg og góð störf er þeim sagt upp og fyrirtækið víkur sér undan því að standa við þetta ákvæði kjarasamnings. B)      Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ítrekað sagt í fjölmiðlum og eins á fundum með starfsmönnum að þeir hafi undir höndum margskonar gögn um ávirðingar þessara starfsmanna þar á meðal áminningarbréf. Starfsmennirnir hafa aftur á móti sent frá sér yfirlýsingu um að þeir hafi aldrei fengið neina áminningu eða áminningarbréf. RSÍ skrifaði forsvarsmönnum Ísal bréf þar farið ver fram á að aðaltrúnaðarmaður ásamt trúnaðarmanni rafiðnaðarmanna fengju að sjá þessi bréf, í samræmi við ákvæði kjarasamnings. Það væri ámælisvert ef fyrirtækið væri með svona yfirlýsingar í fjölmiðlum og væri með því að skerða atvinnumöguleika umræddra starfsmanna, ásamt því að niðurlægja mennina opinberlega.  Ísal hafnaði því alfarið. RSÍ bað þá lögmann sambandsins um að senda bréf þar sem þessa var krafist á grundvelli laga nr. 77/2000 um persónuvernd. Þessu var einnig hafnað af hálfu Ísal.       Málið hefur vakið mikla athygli og umræðu innan verkalýðshreyfingarinnar og var tekið fyrir á ársfundi ASÍ 2006, þarvar eftirfarandi samþykkt gerð:   ?Með vísan til samþykktar á fundi starfsmanna ALCAN þann 12. október s.l. ? sem kynnt hefur verið ársfundi ASÍ ? beinir fundurinn því til miðstjórnar að kanna forsendur fyrir því að sækja rétt starfsmanna til flýttra starfsloka til dómstóla, ásamt því að kynna málið fyrir Alþjóðavinnustofnuninni.?   Undanfarin ár hefur verkalýðshreyfingin beitt sér fyrir því, að íslensk stjórnvöld fullgildi samþykkt ILO nr. 158 en ofangreint mál kristallar vel þá stöðu sem uppgetur komið þegar hennar nýtur ekki við. Jafnframt þá fjallar málið um það að viðkomandi launamenn verða af verulegum hagsmunum í formi sérstakra kjara við starfslok. Þau kjör ávinnast með löngum starfsaldri en órökstudd einhliða uppsögn getur svipt viðkomandi launamenn þeim kjörum og grafið undan viðeigandi ákvæði kjarasamnings. Að auki hefur Ísal/ALCAN gefið frá sér yfirlýsingar sem vega að æru viðkomandi starfsmanna og sem verulega hindra sókn þeirra að nýju inn á vinnumarkað og er ekki á þá stöðu bætandi þegar aldur viðkomandi starfsmanna er hafður í huga.   Þetta mál hefur sterka almenna tilhöfðun til launamanna og varðar almenna hagsmuni launafólks hér á landi. Það er skoðun forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að það falli að hlutverki ASÍ að reka mál fyrir ofangreinda starfsmenn. Það hefur verið reynt til hins ýtrasta reynt að ná sátt í málinu, en Ísal/ALCAN hefur ætíð slegið á útrétta sáttarhönd starfsmanna. Samhliða undirbúningi málshöfðunar þarf að kanna hvort ekki eigi að kynna megi málið fyrir Alþjóðavinnumálastofnuninni vegna þess að hér er um alþjóðlegt fyrirtæki að ræða.   Ástæða er að minna á ályktun miðstjórnar RSÍ þ. 6. október um málið, þar stóð ma; ?Ber fyrirtækið engar skyldur til fólks sem hefur lagt öll sín bestu starfsár til fyrirtækisins? Hver er samfélagsleg ábyrgð þess? Af hverju er fyrirtækið sífellt að losa sig við fólk sem á skammt í starfslok?   ÍSAL hefur sótt um að fá að stækka verksmiðjuna um helming. Miðstjórn RSÍ telur að verkalýðshreyfingin hljóti að íhuga það alvarlega hvort hún taki með jákvæðum hætti undir þá umsókn. Framkoma þessa vinnuveitandi er þess eðlis að íslenskir launamenn hljóta að velta því fyrir sér hvort þeir vilji búa við svona ofbeldi.?   Sumir hafa viljað leggja út ályktunina á þann veg að RSÍ vilji ekki að Ísal/ALCAN verði stækkað.  Það er alröng túlkun, það hefur aldrei verið sagt af hálfu RSÍ eða forsvarsmanna sambandsins. Það hefur ítrekað komið fram af hálfu forsvarsmanna RSÍ að Ísal hefur verið góður vinnuveitandi og hefur alla burði til þess að vera afburðavinnuveitandi, en háttalag af þessu tagi veldur mönnum áhyggjum. Fyrirtækið hefur sagt upp allmörgum starfsmönnum á undanförnum misserum án nokkurra skýringa. Það sem stendur í ályktuninni er ; Ef Ísal heldur áfram á þessari braut getur það ekki leitt til annars en að  stéttarfélögin endurskoði afstöðu sína til fyrirtækisins.Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?