Fréttir frá 2006

12 19. 2006

Evrópuumræðan

Hvers vegna fer ekki fram nein umræða um samstarf okkar við Evrópu? Sumir afgreiða málið með slá fram órökstuddum fullyrðingum þar sem þeir afgreiða ESB sem eitthvert reglugerðarbákn og með því að ganga til frekara samstarfs við þær þjóðir sem við erum skildastir, þá séum við að afsala fullveldi okkar. Mörg fyrirtæki eru farinn að nota evruna sem aðalgjaldmiðil og í morgun lýsti Glitnir því yfir að hann myndi um áramótin byrja að nota evruna sem sinn aðalgjaldmiðil.Hvers vegna fer ekki fram nein umræða um samstarf okkar við Evrópu? Sumir afgreiða málið með slá fram órökstuddum fullyrðingum þar sem þeir afgreiða ESB sem eitthvert reglugerðarbákn og með því að ganga til frekara samstarfs við þær þjóðir sem við erum skildastir, þá séum við að afsala fullveldi okkar. Mörg fyrirtæki eru farinn að nota evruna sem aðalgjaldmiðil og í morgun lýsti Glitnir því yfir að hann myndi um áramótin byrja að nota evruna sem sinn aðalgjaldmiðil. Hann ásamt mörgum fyrirtækjum segja að Norður-Evrópa sé þeirra aðalmarkaðssvæði og þar sé evran allsráðandi.   Þessir hinir sömu hafa svo athugasemdalaust móttekið skilaboð frá bandarískum stjórnvöldum ma um að við styðjum innrás í land fullvalda þjóðar á rökum sem meirihluti þjóða heims mótmælti strax og sögðu að væri rakalaust bull.  Þegar þetta er kannað frekar staldrar maður ætíð við það sama, stöðu þeirra sem virðast ekki geta tekið málefnalega afstöðu, þaðan af síður rætt um málefni með einhverjum rökum. Staðlaðar endurteknar klisjur eru svörin.   Með evrópska efnahagssvæðinu varð til stærsta samræmda markaðssvæði heims sem telur um 450 millj. íbúa í 28 ríkjum. Samningurinn felur í sér frjáls vöruskipti með iðnvarning, þjónustuviðskipti, fjármagnsviðskipti og frjálsan atvinnu- og búseturétt alls staðar á svæðinu. Ísland er aðili að EES samningnum, í dag eru allir sammálu um að hann stuðlaði að auknum stöðugleika í efnahagslífinu og hefur leitt til stórstígra framfara í íslenski þjófélagi til aukins frjálsræðis og nútímanlegri stjórnunarhátta.  Það er eins og andstæðingar Evrópusamvinnu vilji ekki vita það að við upphaf samningsins urðu aðildarríki ESS að taka upp 1500 lagagerðir ESB. Áratug síðar eru þessar lagagerðir orðnar um 5 þúsund, sem við íslendingar höfum orðið að taka upp. Á sumum sviðum eins og í umhverfismálum og matvælaeftirliti er nær öll lagasetning sem tekur gildi hér á landi í höndum embættismanna og fulltrúa annarra ríkja í Brussel, ekki í okkar höndum.   Borgarar ESB hafa margskonar leiðir til þess að koma á framfæri athugasemdum við setningu þessara lagagerða, en ekki við. Ef EES samningurinn er skoðaður þá blasir við að það neitunarvald sem sagt er að við höfum er einungis í orði, það er nánast óvirkt. Á skjön við það sem tíðkast í öðrum Evrópuríkjum þá er afstaða hluta af stjórnmálaelítu okkar mun neikvæðari  en almennings, sem hefur í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri lýst yfir vilja til þess að taka upp aðildarviðræður og láta á það reyna hvaða kostir okkur standi til boða. Ef við semdum við ESB með svipuðum hætti og hin norðurlöndin hafa gert myndum við þurfa að innleiða um 80% af þeim reglugerðum sem Svíar verða að innleiða, sem er ekki nema hluti allra reglugerða ESB og eins og ég benti á hér framar erum við nú þegar að innleiða töluverðan hluta þeirra.    Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur hefur rannsakað samspil þjóðernishugmynda íslenskrar stjórnmál. Samkvæmt niðurstöðum hans gera þjóðernishugmyndir sprottnar úr sjálfstæðisbaráttunni það afar erfitt fyrir íslenska stjórnmálamenn að tala fyrir þátttöku í ríkjabandalagi. Guðmundur kemst að þeirri niðurstöðu að það séu ekki efnahagsleg rök sem standi í vegi fyrir þátttöku okkar í ESB, heldur séu það sérstakar hugmyndir okkar um fullvalda íslenska þjóð. Í sjálfu sér er ekkert sem rekur á eftir okkur að taka þessa ákvörðun, en miklar sveiflur krónunnar ofurvextir og óstöðugleiki í íslensku efnahagslífi rekur á eftir því að við tökum umræður um þessi mál, en látum ekki órökstuddar klisjur ákveðinna stjórnarþingmanna um framsal fullveldis og ofurbákn reglugerða koma í veg fyrir þessa umræðu.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?