Fréttir frá 2006

12 8. 2006

Spurt og svarað vegna launakönnunar

Hjálagt eru spurningar eins félaga okkar af  Faxaflóasvæðinu um túlkun hugtaka í útskýringum hér á heimasíðunni.Góðan daginn gott fólk Ég hef fylgst með þessum könnunum hjá ykkur á heimasíðunni og mér finnst oft pínu ruglingsleg eins og með greinina konur hærri en karlar, þar er talað um dagvinnulaun nema og svo sveina.   Hvaða vinnustundafjölda er verið að tala um? Er verið að tala um þessa jafnaðartíma eins og tilgreindir voru fyrir ofan eða þessa 173 eins kauptaxtalistinn gerir ráð fyrir ?? Svar: Hvað varðar skiptingu milli hópanna í launakönnun A)82% hafa sveinspróf eða meira eða tæplega 4.000 félagsmenn. B)18% eru með sveinspróf eða minna eða um 800 félagsmenn. Í hóp B eru nemar og þeir eru um 300, þannig að um 500 af þeim sem eru í hóp B sem eru með sveinspróf eða minna, er fólk sem hefur lokið hluta iðnnáms og hefur tekið t.d. sérnám í tölvunarfræði eða einhverju öðru. Þetta fólk er í Félagi tæknifólks og eins í Félagi símamanna.   Það sem vakti athygli okkar í könnuninni hversu margir vinna færri dagvinnutíma en þá 173.33 á mánuði sem um er getið í samningum. Það eru greinilega margir sem eru búnir að fella niður neysluhlé sín og stytta dagvinnutímann. Einnig kemur hér glögglega fram hagræðing af fastlaunasamningum og ákvæðiskerfum. En þar geta menn sjálfir hagrætt vinnu sinni þannig að þeir geti hætt þegar verkefnum er lokið. Þetta veldur því að meðaldagvinnutíminn er um 164, eins og kemur fram í könnuninni.        Svo er talað um meðaldaglaun og meðaldagtímakaup er þá verið að meina Grunnlaun eða er verið að tala um jafnaðarkaup, eru fastir yfirvinnutímar inní þessu eða er eru menn þá með 80% ofaná þetta í yfirvinnu þá ?? Svar: Þegar talað er um jafnaðarlaun er verið að tala um heildarlaun deilt með heildarvinnutíma. Dæmi ef þú ert með 350 þús. kr. á mán. og vinnur fast 200 tíma á má.n þá er jafnaðarkaup þitt 350.000/200 = 1.750 kr. á tímann. Þetta er notað til þess að bera saman heildarlaun hjá fólki sem vinnur misjafnlega langan vinnutíma, eins og við td gerum þegar við erum að finna út raunlaun kvenna og karla.       Svo annað ef menn eru með þetta 1.643kr í dagtímakaup að meðaltali yfir landið gerir það taxta 35 og hæsti taxti sem gefin er upp er taxti 40 þá held ég nú að einhverjir séu komnir útfyrir listann, er þá ekki kominn tími á að bæta inní hann. Svar: Þegar talað er um meðaldaglaun er verið að tala um hugtakið ?regluleg laun?. Það er það sem fólk fær greitt reglulega fyrir 40 tíma dagvinnu. Hér spila inn ýmiskonar bónusar eða fastar reglulegar greiðslur.   Svona í lokin vill ég lýsa yfir mikilli ánægju með þau störf ykkar í gegnum tíðina, finnst þið mjög virkir í að berjast fyrir kjörum okkar rafiðnarmanna og koma með fréttir af því sem er að gerast í kjaramálum. Orlofshúsin og styrkirnir eru til fyrirmyndar og þjónustan frábær alltaf tekið vel á móti manni þegar maður er með einhverjar spurningar. Ekki skrítið að þið erum bestu félagssamtök á Íslandi   Takk fyrir   Gleðileg jól og takk fyrir árið  Kv HÁI

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?