Fréttir frá 2006

12 5. 2006

Samkomulag um réttindi of skyldur erlendra fyrirtækja

ASÍ hefur náð samkomulagi við SA og stjórnvalda um frumvarp til laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. Lögunum er ætlað að koma í stað laga nr. 54/2001 um útsenda starfsmenn.ASÍ hefur náð samkomulagi við SA og stjórnvalda um frumvarp til laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. Lögunum er ætlað að koma í stað laga nr. 54/2001 um útsenda starfsmenn. Megin inntak frumvarpsins er: - að EES fyrirtæki sem veita tímabundið þjónustu hér á landi þurfa að gera grein fyrir starfsemi sinni og veita upplýsingar um sig og sína starfsmenn. - að starfsmenn þessara fyrirtækja njóti sömu/sambærilegra réttinda og gildir um það sem eru í ráðningarsambandi við fyrirtæki með staðfestu hér á landi. Þá er að finna ákvæði um skyldur notendafyrirtækja og valdheimildir stjórnvalda til að fylgja efni laganna eftir. Ekki er hægt annað en að segja að hér sé um ásættanlega niðurstöðu að ræða og hefur m.a. verið tekið á þeim málum við höfum lagt áherslu á um veikinda- og slysarétt starfsmanna og slysatryggingar. Á það hefur verið lögð áhersla að stjórn verði að sjá til þess að þessu fylgi fjármunir og vilji til að fylgja málunum eftir í stjórnkerfinu. Reiknað er með að frumvarpið verði lagt fram á ríkisstjórnarfundi á morgun og er lögð áhersla á að það nái sem fyrst fram að ganga.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?