Fréttir frá 2006

11 30. 2006

"Hversu lengi er hægt að berja dauðan hest til vinnu?"

Undirstaða hinna miklu framkvæmda í hinum vestrænu löndum er erlent vinnuafl. Án vinnuafls frá útlöndum væri ekki mögulegt að ljúka þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í. Fyrirtækin hefðu ekki getað aukið framleiðslu sína og verið samkeppnishæf og hagvöxtur væri mun minni eða jafnvel öfugur. Spennan í efnahagslífin hér á landi hefði verið meiri og verðbólgan og vextir enn hærri.  Undanfarna daga hefur staðið yfir sambandstjórnarfundur í Evrópska byggingarsambandinu (EBTF) í Lúxemborg. Helsta umræðuefnið var ástandið á vinnumarkaðinum. Í  EBTF eru um sambönd byggingarmanna í öllum ríkjum ESB. Heildarfjöldi félagsmenn þessara sambanda er um 6 millj., en þar af vinna um 2.4 millj. á byggingarmarkaðnum.Undanfarna daga hefur staðið yfir sambandstjórnarfundur í Evrópska byggingarsambandinu (EBTF) í Lúxemborg. Helsta umræðuefnið var ástandið á vinnumarkaðinum. Í  EBTF eru um sambönd byggingarmanna í öllum ríkjum ESB. Heildarfjöldi félagsmenn þessara sambanda er um 6 millj., en þar af vinna um 2.4 millj. á byggingarmarkaðnum. RSÍ er aðili af þessu sambandi vegna rafiðnaðarmanna sem eru í byggingariðnaði, sem eru 1.400 af 5.000 félagsmönnum sambandsins. Samiðn er einnig aðili vegna sinna byggingarmanna, sama gildir um Starfsgreinasambandið. Strax og ljóst var að hin 10 nýju ríki fengu aðild að ESB sóttu sambönd byggingarmanna í þessum löndum um aðild að EBTF. Við það jókst fjöldi byggingarmanna í EBTF um 100 þús.       Undirstaða hinna miklu framkvæmda í hinum vestrænu löndum er erlent vinnuafl. Án vinnuafls frá útlöndum væri ekki mögulegt að ljúka þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í. Fyrirtækin hefðu ekki getað aukið framleiðslu sína og verið samkeppnishæf og hagvöxtur væri mun minni eða jafnvel öfugur. Spennan í efnahagslífin hér á landi hefði verið meiri og verðbólgan og vextir enn hærri. Mörg vesturlandanna þ.á.m. Ísland hafa ekki verið í stakk búin til að taka á móti hinum erlendu launamönnum. Stjórnvöld hafa ekki staðið sig í stykkinu við að efla þjónustu sína við hina erlendu gesti okkar og færa reglugerðir og lagaramma að breyttu umhverfi. En það er ljóst að íslensk fyrirtæki verða að halda áfram að öllu óbreyttu að sækja vinnuafl erlendis, en það getur reynst þrautin þyngri eftir því sem samkeppnin um vinnuaflið eykst.   Vaxandi þörf á vinnuafli í hinum nýju aðildarlöndum ESB Á næstu árum munu hin 10 nýju lönd í Evrópusambandinu fá töluverða fjármuni til að styrkja grunnskipulag og innviði landanna. Td ætlar samgönguráðuneyti Póllands að eyða um 30-38 milljörðum Bandaríkjadala til vegagerðar á árunum 2007-2013 og framkvæmdirnar verða að töluverðum hluta fjármagnaðar af ESB. En það getur orðið erfitt fyrir að Pólland að nýta fjármagnið vegna skorts á vinnuafli þar sem um 800 þúsund Pólverjar hafa ferðast í leit að störfum til annarra landa. Pólska ríkisstjórnin hefur undanfarið verið að birta heilsíðu auglýsingar í breskum blöðum þar sem hún hvetur unga pólverja til þess snúa aftur heim. Margir velta því fyrir sér þessa dagana hvort þegnar hinna nýju ESB landa, sem hafa leitað vestur á bóginn muni snúa heim, eða hvort fyrirtækin í þessum löndum snúi sér enn austar eftir vinnuafli, en þar er nóg af því. Td er talið að það séu um 2 millj. austurlenskra launamanna í Rússlandi, flestir frá Kína.   Launamenn gerðir að einkahlutafélögum Eins og við þekkjum vel þá hafa margir launamannanna, sem hafa leitað vestur á bóginn orðið fyrir barðinu á fyrirtækjum og starfsmannaleigum á vestrænum vinnumarkaði. Á sambandstjórnarfundi EBTF kom fram að þessa dagana eru byggingarfyrirtækin á Bretlandseyjum í óða önn að gera þá að einkahlutafélögum (gerviverktökum), til þess að losna undan því að greiða skatta og tryggingar. Auk þess losna fyrirtækin við að greiða orlof og veikindadaga. Lífeyriskerfi Evrópulanda eru ákaflega mismunandi í uppbyggingu. Í mörgum tilfellum standa hinir erlendu launamenn algjörlega utan lífeyriskerfanna bæði í heimalandi og þar sem unnið er,  hvergi er greitt iðgjald af viðkomandi. Í öllum þessum þáttum er verið að hafa mikilsverð mannréttindi að þessu bláfátæka fólki.   Hinir erlendu launamenn eru sannalega áfram launamenn. Fyrirtækin skaffa þeim verkfæri, efni, verkefni og það eru verkstjórar frá fyrirtækjunum sem segja þeim fyrir verkum og þeim er hent út á götu ef þeir fara ekki í einu og öllu eftir því sem þeim er boðið. Stjórnvöld í hinum vestrænu löndum hafa í vaxandi mæli verið að setja strangari reglur,. Eins og við verðum var við nær daglega hér á landi þessa dagana. Viðbrögð fyrirtækjanna er að flýja á náðir gerviverktökunnar til þess að losna undan sköttum og skyldum og geta áfram greitt laun langt undir öllum lágmörkum gildandi launakerfa. Samtök fyrirtækja í þessum löndum eru farinn að krefja skattyfirvöld og ríkisvaldið um hertar aðgerðir, því samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem vilja standa rétt að sínum málum fer hratt minnkandi.   40% allra vinnuslysa lenda á erlendum launamönnum.  Þetta leiðir einnig til þess að fyrirtækin koma sér undan því að gera tilhlýðilegar og lögbundnar aðgerðir til þess að fyrirbyggja vinnuslys. Vinnuslys á breskum byggingarmarkaði hafa aukist undanfarin misseri. Í dag er það svo að um 40% allra vinnuslysa á byggingastöðum sem verða hjá þessu ólánsama fólki sem er með öllu ótryggt og ef það lendir svo á spítölum þá lendir reikningurinn á ríkissjóð. Í Írlandi er þetta hlutfall jafnvel orðið hærra.   Það á við margar ríkisstjórnir þá sérstaklega hinar svo kölluðu hægri stjórnir í Evrópu, nú eru að renna á þær tvær grímur hvað varðar afstöðu til þessara mála. Þessi útgjöld fara hraðvaxandi auk þess eru þau að horfa upp hratt vaxandi neðanjarðarhagkerfi. Samfélögin eru að missa af umtalsverðum skatttekjum, samfara því að lenda í vaxandi útgjöldum.   Launamenn flytja heim með sér þekkingu um uppbyggingu stéttarfélaga "Hversu lengi er hægt að berja dauðan hest til vinnu?" spyrja launamenn frá Eystrasaltslöndunum. Þeir hafa nær alla síðustu öld verið undir ofríki Sovétsins eftir að þeir ásamt Bandamönnum skiptu á milli sín löndum í mið-Evrópu. En nú hafa vestræn fyrirtæki tekið við, þar á meðal nokkur íslensk, sem eru með fyrirferðamikinn rekstur í þessum löndum. Áður voru verkalýðsfélögin í höndum kommissara frá Rússlandi, og gerðu lítið í því að bæta hag launamanna eins og þekkt er. En málin eru smásaman að breytast. Eftir tengingu við ESB eru þessu þjóðfélög að eflast og nú er fólk að koma heim eftir að hafa verið við vinnu á norðurlöndum og í Þýskalandi og hefur m.a. lært hvernig verkalýðsfélögin vinna í þessum löndum. Norrænu stéttarfélögin þar á meðal RSÍ, hafa stutt þetta fólk með ýmsu móti. Nú er það að búa sig undir að stofna ný verkalýðsfélög. ?Þá munu hinir nýju aðræningjar fá að finna fyrir tevatninu?, segja nýir forystumenn þeirra.   Niðurstaðan er að vissu leiti sú að ESB er að ná tilgangi sínum með að byggja upp efnahagslega stöðu þeirra svæða í Evrópu sem eru langt á eftir. Það er að komast skriður á uppbyggingu í þessum löndum og þá á að nást meira jafnvægi á Evrópskum vinnumarkaði.      Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?