Fréttir frá 2008

12 5. 2008

Ályktun stjórnar og trúnaðarráðs Félags Rafeindavirkja vegna uppsagna félagsmanna hjá RÚV

Stjórn og trúnaðarráð Félags Rafeindavirkja (FRV) vill í ljósi þeirra ummæla sem Páll Magnússon útvarpsstjóri lét hafa eftir sér varðandi Báru Halldórsdóttur taka það skýrt fram að Bára Halldórsdóttir er og hefur verið trúnaðarmaður félagsmanna Félags Rafeindavirkja hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hún hefur verið virkur trúnaðarmaður og meðal annars verið í samninganefnd fyrir hönd starfsmanna til lengri tíma. Stjórnin og trúnaðarráð fagnar því að uppsögn trúnaðarmanns hafi verið dregin til baka enda ekki stætt á öðru.Stjórn og trúnaðarráð FRV harmar aðgerðir og aðferðafræði stjórnvalda,  þar með talið stjórn RÚV, við sparnaðaraðgerðir opinberra stofnanna/fyrirtækja. Á þeim tíma sem atvinnuleysi eykst gríðarlega er mikil þörf á að halda sem flestum störfum ekki síður hjá opinberum stofnunum sem og fyrirtækjum á almennum markaði og lágmarka með því þann skaða sem þjóðin öll verður fyrir. Með því að fækka störfum á þeim tíma sem virkilega þarf að fjölga þeim er mjög gáleysisleg aðgerð! Mikilvægt er að horfa á heildaráhrif aðgerða og draga úr kostnaði án uppsagna, því mikil hætta er á að hátt stig atvinnuleysis kosti þjóðina margfalt meira þegar horft er til lengri tíma. Að segja starfsmönnum upp eingöngu til þess að greiða þeim atvinnuleysisbætur færir kostnað úr einum potti í annan og á sama tíma þarf utanaðkomandi til þess að vinna þessi störf eftir sem áður og sparnaður verður enginn.Stjórn og trúnaðarráð FRV hvetur ríkistjórn til þess að sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja við bakið á atvinnulífinu til þess að lágmarka skaða sem íslenska þjóðin verður fyrir vegna lausafjárkreppunnar.  Mikilvægt er að stefna að stöðugleika, til þess að ná fram stöðugleika verður að ráðast á rót vandans þ.e. sveiflur íslensku krónunnar. Það verður ekki gert nema með því að fara í trúverðugar aðgerðir með skýru markmiði. Trúverðugleiki ríkistjórnarinnar og fjármálakerfisins er forsenda til þess að hægt sé að ná fram stöðugleika.Reykjavík, 03.12.2008

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?