Fréttir frá 2008

11 29. 2008

Umfangsmiklar kjaraviðræður

Undanfarið hafa staðið yfir viðræður um endurnýjun kjarasamninga við Ísal, Elkem Grundartanga, Landsvirkjun, Landsnet, RARIK, Norðurorku, Reykjavíkurborg, RÚV og Landsímann. Á föstudag 28. nóv. var undirritaður nýr kjarasamningur við Ísal. Samningurinn nær til janúar 2011. Samið var um svipaða upphafshækkun og samið hefur verið í öðrum samningum. Reiknað er með að um helgina náist niðurstaða við Reykjavíkurborg. Viðræður við Landsvirkjun og Landsnet eru vel á veg komnar og er vonast til að ná lendingu þar í næstu viku.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?