Fréttir frá 2008

11 13. 2008

Fundur miðstjórnar og stjórna aðildarfélaga

Í kvöld var haldin fundur miðstjórnar RSÍ auk stjórna aðildarfélaga í Reykjavík. Fundinn sátu um 50 manns.   Fyrri hluta fundarins sátu Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Ólafur Sigurðsson framkv.stj. lífeyrissjóðsins. Þeir ásamt formanni sambandsins fóru yfir stöðuna sem hefur skapast í kjölfar bankahrunsins.Í kvöld var haldin fundur miðstjórnar RSÍ auk stjórna aðildarfélaga í Reykjavík. Fundinn sátu um 50 manns.   Fyrri hluta fundarins sátu Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Ólafur Sigurðsson framkv.stj. lífeyrissjóðsins. Þeir ásamt formanni sambandsins fóru yfir þá stöðu sem hefur skapast í kjölfar bankahrunsins. Fram kom að starfsfólk ASÍ hefur starfað með Félagsmálaráðuneytinu við að lagfæra og setja nýjar reglugerðir til þess að verja heimilin. Félagsmálaráðherra hefur lagt á það mikla áherslu að þetta nái fram.   Það versta sem við sé að glíma því þessu sambandi sé hversu há verðbólgan sé. Það hafi t.d. ekki verið vandamál árið 1990 þegar glímt var við svipaðan vanda, þá hafi verðbólgan verið liðlega eitt prósent. Verðbólga sem sé farin að nálgast 20% kalli á háa vexti og þrýsti verðtryggingu upp.   Ef afborgun lána sé færð niður þá þurfi einhver að borga. Lífeyrissjóðirnir séu ekki stóri þátturinn í þessu, það sé aftur á móti Íbúðarlánasjóður. Ef verðtrygging verði felld niður eins sumir hafi krafist, þá geti það ekki leitt til annars en gjaldþrots Íbúðalánasjóðs, nema þá tilkomi úr ríkissjóð vel á annað hundrað milljarða króna.   Lántakendur verða að endurgreiða lán með jákvæðri ávöxtun. Það verði að vera heilbrigð lánastarfsemi á íbúðamarkaði. Það sé fær leið að færa niður afborganir með því að geyma kúfinn þar til ári betur hjá greiðendum. Allt stefni í að verðbólga og vextir lækki mjög hratt þegar líður á næsta ár.   Hvað varðar önnur mál þá er mikil óvissa um mjög margt. Eins og staðan er nú það stefnir í vaxandi atvinnuleysi og það stefni í 4%. En Seðlabankinn spái að það fari í 10%. En flestir spái það að ef tekið verði með réttum hætti á við vandann, þá verði botninum náð í lok næsta árs og á árinu 2010 fari að stefna upp á við.   Hvað varðar lífeyrissjóðina þá er ekki hægt að segja nákvæmlega til um stöðu þeirra fyrr en markaður fari í gang aftur. Þó sé ljóst að lífeyrissjóðirnir hafi tapað töluverðum fjármunum. Það sé sé misjafnt milli sjóða. Það getur allt eins farið svo að ekki sé hægt að segja um það með einhverri vissu hvort lækka þurfi réttindi fyrr en í byrjun febrúar. Það verði síðan ákvörðun ársfundar með hvaða hætti lækkun verði framkvæmd ef það þurfi á annað borð. Þar sé um nokkrar leiðir að velja.   Á fundum rafiðnaðarmanna hefur margoft verið gagnrýnt fram á undanförnum árum að einungis helmingur stjórnarmanna sé kosinn af sjóðsfélögum, hinn sé tilnefndur af samtökum atvinnurekenda. Endurnýjuð var sú krafa að allir stjórnarmenn séu kjörnir af sjóðsfélögum.   Í fundarlok voru almennar umræður. Rætt var um hvernig Rafiðnaðarsambandið og aðildarfélögin geti staðið sem best við bakið á þeim félögum sem verði atvinnulausir og samþykkt að vera vel vakandi í þeim efnum. Einnig kom fram að nú séu þeir aðilar sem séu hvað helst ábyrgir fyrir þeim óförum, sem Ísland lenti í hafi í vaxandi mæli verið að þeyta upp moldviðri og reyna að drepa umræðunni á dreif. Forsvarsmenn gömlu bankanna og auðmennirinir. Halda þurfi hvar ábyrgðin liggi fyrir ofan moldviðrið, þannig að ekki takist að glepja fólk. Það verði besta vörnin fyrir því að þetta gerist ekki aftur.   Það kom glögglega fram sama hvað sé hægt að segja um færni Seðlabankastjórnar, ráðherra og helstu embættismanna, þá fari þar þeir sem hafi gert mikil mistök. Það valdi óbætanlegum skaða á trúverðugleika Íslands, að þeir hinir sömu séu að störfum eins og ekkert hafi í skorist. Það bjóði næsta örugglega upp á að ekki verði tekist á við orsakirnar, þá komi fram mistök þeirra hinna sömu. Þessi staða, auk þess að ekki sé búið að lýsa því yfir að gerð verði stefnubreytinga á stjórn efnahags- og peningamála, tefji að uppbyggingarstarfið geti hafist.   Það var gagnrýnt harkalega á fundinum að ríkisstjórnin og skilanefndir skuli ekki fara að íslenskum gjaldþrotalögum. Það blasi við að þetta valdi enn frekar að því að trúverðugleiki Íslands hafi laskast með óbætanlegum hætti gagnvart erlendum viðskiptabönkum og lífeyrissjóðunum. Fyrir liggi að sama dag og skilnefndirnar skila frá sér málum muni hundruð aðila stefna gerðum nefndanna fyrir dómstóla.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?