Fréttir frá 2009

11 13. 2009

Niðurstöður vinnuhópa

Á trúnaðarmannaráðstefnunni var unnin hópavinnu við mótun helstu stefnumarkmiða RSÍ

Hópur 1 Innra starf RSÍ

Leggja áherslu á hækkun dagvinnutaxta, en minni á yfirvinnu og aukagreiðslur. Tryggja réttindi og fullan flutning á þeim milli vinnuveitenda.

Trúnaðarmenn fái reglulega meiri upplýsingar um starfsemi RSÍ, ásamt því að halda uppi góðu kynningarstarfi með félagsfundum.

Kynning RSÍ hefur verið góð en gera má betur. Minna þarf oftar á RSÍ í fjölmiðlum og nýta netmiðla betur.

Rafiðnaðarskólinn verði opnari og meira kynntur út á við. Auka fjölbreytni námskeiða, fagnámskeið, myndvinnsla og almenn námskeið. Halda áfram að efla og styrkja starfsmenntakerfi rafiðnaðarmanna.


Hópur 2 Starf RSÍ út á við og samskipti við önnur sambönd

Halda áfram á þeirri braut í kjaramálum sem sambandið hefur fylgt og hefur verið nefnt: „Sókn með stígandi lukku“. Vinna að auknum kaupmætti og tryggja lífsgæði. Forðast yfirboð og kollsteypumálflutning annarra. Efla vörn réttinda í kjara-, félags- og samfélagsmálum.

Sambandið beiti sér fyrir fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu. Hátækni og sprotafyrirtæki.

Efla heimasíðuna. Stofna opnar ritnefndir.

Erlend samskipti hafa ætíð verið RSÍ verðmæt, þar má benda á uppbyggingu starfsmenntakerfis rafiðnaðarmanna og skipulag sambandsins. Fylgja áfram á sömu braut með virkri þáttöku í norrænum samböndum.


Hópur 3 Vinnumarkaðurinn, þróun hans.

Stuðla að arðbærri nýtingu þeirrar orku sem samstaða er um meðal þjóðarinnar að nýta. Auka rannsóknir á endurnýjanlegum auðlindum. Mikið af orku gufuaflsvirkjana fer í súginn, jafnvel allt upp í 80% bæta þarf nýtingu. Auka byggingu smærri virkjana og styðja orkubændur. Samræma orkutaxta.

Réttlátt og sanngjarnt rekstrarumhverfi og styrkja rekstur í heimabyggð.

Skattleggja mengun ekki orku.

Auka þolinmótt lánsfé og aðgang að þróunarstyrkjum. Styrkja uppbyggingu sprotafyrirtækja og gefa þeim aukið svigrúm.


Hópur 4 Samfélagið – lýðræði og samskipti við stjórnvöld - ESB

Við viljum byggja upp nýtt, opið og lýðræðislegt samfélag og hafa meiri áhrif á stjórnun þess. Öflug stéttarfélög geta haft jákvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins

Efla tengsl stjórnmála og almennings og tryggja réttláta uppbyggingu samfélagsins, sem tekst ekki á uppgjörs við fortíðina og allt upp á borðið. Styrkja innviði fjölskyldunnar.

Ný stjórnarskrá er grundvöllur þess að hægt sé að endurreisa þjóðfélög og auka áhrif almennings, með aðkomu fólks að stærri ákvörðunum í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Ná málefnalegri niðurstöðu í aðildarviðræður um aðild að ESB. Stuðningur við inngöngu í ESB náist viðunandi niðurstöður í viðræðum

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?