Fréttir frá 2009

11 16. 2009

Félagsfundir

Í dag héldu Félag rafeindavirkja og Félag símsmiða félagsfundi.

Fundirnir voru vel sóttir og góðar umræður. Farið var yfir uppsagnir og aðilaskipti. Launakönnun, skattbreytingar, skipulag Rafiðnaðarsambandsins·og fleira. Umræður fjörlegar og góðar.

 

Maður kemst ekki hjá því að velta því fyrir sér hvar hún sé þessi verkalýðshreyfing þar sem allt er í hálofti og logandi í illdeilum og forysta einangruð·í Fílabeinsturn, eins og·fjölmiðlar og spjallþáttastjórnendur með sínum uppáhaldsgestum eru alltaf að tala um.

 

Innan Rafiðnaðarsambandsins er·síðustu tvær vikur búið að halda·9 fundi á 6 stöðum á landinu með um 400 félagsmönnum.

 

Allstaðar fjörlegar umræður, góð og eðlileg·mannleg samskipti og mikill hugur í mönnum gagnvart sínum stéttarfélögum, starfsmenntun og störfum.

 

Og ekki síður hvernig við ætlum að vinna okkur upp úr þessum táradal.

 

Áfram Ísland og heilbrigðan fréttaflutning takk fyrir.

 

Burt með þennan endalausa og neikvæða·niðurrifsspuna·fjölmiðlanna. Það er kominn tími til að þeir tengist·þjóðinni.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?