Fréttir frá 2009

12 5. 2009

Atvinnuleysi í nóvember

Atvinnulausir rafiðnaðarmenn í nóvember voru 205.

Langflestir á höfuðborgarsvæðinu, utan þess skiptist það svo Suðurnes 2,  Suðurland 2,  Austurland 1,  Norðurland 6 og Vesturland 1. Þessi staða er vel þekkt, enda hefur það ætíð verið þannig að ef ekki er vinnu að hafa út á landi þá hafa menn flutt á höfuðborgarsvæðið.

Þetta er nánast óbreytt staða frá síðustu mánuðum, eða tæp 4%. Í október fyrir ári var nánast ekkert atvinnuleysi í rafiðnað og hafði ekki verið um árabil, þrátt fyrir að erlendir rafiðnaðarmenn hefðu verið nálægt 400 hér á landi þegar flest var. Í nóvember 2008 eru svo skyndilega komnir 62 á atvinnuleysiskrá, það jókst síðan jafnt og þétt upp 340 í marz og var síðan stöðugt í þeirri tölu þar til í júni þá fór að fækka á skránni minnka og fór niður í liðlega 200 og hefur staðið þar síðan.

Ástæða þess var einna helst að rafiðnaðarmenn fóru erlendis eða í önnur störf. Skráðum félagsmönnum hefur fækkaði um 5% frá því fyrir ári síðan. Nokkuð var um ráðningar þegar leið á sumarið.

Eins og staðan er í nú má reikna með að atvinnulausum rafiðnaðarmönum fjölgi töluvert í byrjun næsta árs, sé litið til verkefna stöðu fyrirtækja í rafiðnaði

Símsmiðir                    4

Nemar                          7

Símamenn                12

Rafeindavirkjar         36

Rafvirkjar                   63

Tæknifólk                  83

Samtals                  205

23 af skráðum atvinnulausum eru í hlutastarfi.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?