Fréttir frá 2011

11 21. 2011

Launakönnun RSÍ 2011

Capacent hefur kannað laun og vinnutíma rafiðnaðarmanna í september undanfarin ár. Könnunin var framkvæmd í byrjun október mánaðar líkt og undanfarin ár en með þessu móti höfum við byggt upp góðan grunn til þess að fylgjast með þeim áherslu atriðum sem skipta félagsmenn okkar mestu máli. Þetta gerum er gert bæði fyrir Rafiðnaðarsambandið en félagsmenn nýta sér þessar upplýsingar í töluvert miklum mæli til þess að átta sig á því hver þróunin er á markaðnum í kringum þá.

 

Úrtak nú var 1200 félagsmenn. 573 svöruðu eða 48,4%.

 

Menntun og staða á vinnumarkaði

24,1% félagsmanna er með minni menntun en iðnnám. 58,6% hafa lokið iðnnámi. 17,3% hafa lokið háskólanámi.

 

84,0% eru í vinnu, 7,0% eru í vinnu og námi, 2,3% í námi, 3,5% eru atvinnulausir, 0,7% eru í vinnu en atvinnulaus að hluta, 1,2% eru á uppsagnarfresti og 0,5% á reynslutíma..

 

Meðalvinnutími er 186 klst. á mánuði

Meðalvinnutími lengist á milli ára eftir að hafa dregist saman allt frá árinu 2006 þegar meðalvinnutími var 199 klst á mánuði. Í fyrra var meðalvinnutíminn 180 klst á mánuði.

Yfirvinnutímar voru að meðaltali 26 klst. á mánuði hjá þeim sem eru í fullu starfi en voru 20 klst. 2010.

Meðalyfirvinnutímar 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Rafvirkjar 48 klst 39 klst 50 klst 25 klst 22 klst 35 klst
Rafeindavirkjar 35 klst 24 klst 30 klst 20 klst 18 klst 15 klst
Tæknifólk í rafiðnaði 30 klst 36 klst 45 klst 20 klst 17 klst 29 klst
Símamenn 30 klst 17 klst 20 klst 11 klst 11 klst 11 klst

 

Meðalheildarmánaðarlaun rafiðnaðarmanna eru 478.604 kr.

Þau voru 447.950 kr. í sept. 2010 og hafa því hækkað um 6,8% á milli ára.

 

Meðalheildarmánaðarlaun

Tímabil sept. 2006 ágúst 2007 sept. 2008 sept. 2009 sept. 2010 sept. 2011 hækkun
Rafeindav. 390 þús. kr 474 þús. kr 474 þús. kr 468 þús. kr 490 þús. kr 489 þús. kr -0,2%
Rafvirkjar 429 þús. kr 436 þús. kr 492 þús. kr 476 þús. kr 478 þús. kr 512 þús. kr 7,1%
Símamenn 313 þús. kr 344 þús. kr 374 þús. kr 365 þús. kr 366 þús. kr 378 þús. kr 3,3%
Tæknifólk 326 þús. kr 417 þús. kr 447 þús. kr 406 þús. kr 431 þús. kr 467 þús. kr 8,4%


Meðaldaglaun (regluleg laun) rafiðnaðarmanna eru 366.231 kr.

Voru 361.243 kr. sept. 2010 og hafa því hækkað um 1,4%. Regluleg laun eru föst laun sem greidd eru fyrir 40 dagvinnutíma, utan bónus, álags eða yfirvinnu. Þegar tölur eru rýndar þá sést að meðaldagvinnulaun hafa ekki hækkað um 4,25% líkt og kjarasamningar kveða á um. Við hvetjum félagsmenn til þess að fylgjast vel með því ef umsamdar launahækkanir skila sér ekki til þeirra. Þó getur þessi munur komið fram eftir því hversu dreyft úrtakið er úr hópi félagsmanna á milli ára.

 

Regluleg laun

 

Tímabil sept. 2006 ágúst 2007 sept. 2008 sept. 2009 sept. 2010 sept. 2011 hækkun
Rafeindav. 308 þús. kr 403 þús. kr 399 þús. kr 397 þús. kr 398 þús. kr 413 þús. kr 3,8%
Rafvirkjar 285 þús. kr 303 þús. kr 321 þús. kr 344 þús. kr 346 þús. kr 351 þús. kr 1,4%
Símamenn 279 þús. kr 320 þús. kr 346 þús. kr 337 þús. kr 331 þús. kr 345 þús. kr 4,2%
Tæknifólk 274 þús. kr 309 þús. kr 340 þús. kr 348 þús. kr 371 þús. kr 366 þús. kr -1,3%

 

Að þessu sinni spurðum við einnig hvort félagsmenn skoðuðu heimasíðu RSÍ reglulega og þá einnig hvernig félagsmenn vildu fá upplýsingar sendar til sín og voru niðurstöðurnar þær meðal annars að 70,8% félagsmanna vilja fá sendar upplýsingar frá okkur. 88% vilja fá upplýsingar sendar í tölvupósti, 23,5% vilja fá send fréttabréf og 24% vilja fá sendar upplýsingar með öðrum leiðum. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir vilja fá sendan tölvupóst en eins og félagsmenn hafa eflaust tekið eftir þá höfum við núna í haust tekið upp á því að senda út rafrænt fréttabréf þar sem við bendum á áhugaverða þætti sem tengjast starfinu. Ef einhverjir félagsmenn hafa ekki fengið þessa tölvupóst þá bendum við þeim á að skrá netföng á orlofssíðum sambandssins eða að öðrum kosti að hafa samband við skrifstofuna.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?