Fréttir frá 2012

10 25. 2012

Óskar Hallgrímsson 90 ára

 MG 0265Í dag á Óskar Hallgrímsson 90 ára afmæli. Óskar var fyrsti formaður Rafiðnaðarsambands Íslands en hann stóð að stofnun RSÍ á árunum fyrir 1972. Hann lagði grunn að því fyrirkomulagi sem RSÍ styðst við enn þann daginn í dag, er snýr að samstarfi aðildarfélaga RSÍ. Í tilefni afmælis Óskars buðu starfsmenn RSÍ honum til kaffis þar sem honum var færður blómvöndur og gjöf. Rafiðnaðarsamband Íslands óskar Óskari innilega til hamingju með daginn.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?