Fréttir frá 2012

10 28. 2012

Nýkjörin miðstjórn ASÍ

ASI 500xÁ 40. þingi Alþýðusambands Íslands var ný miðstjórn kjörin til næstu tveggja ára. Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands hætti sem aðalmaður í miðstjórn, ásamt tveimur öðrum, en Guðmundur hefur setið í miðstjórn ASÍ nánast tvo áratugi og hefur staðið vaktina af hálfu Rafiðnaðarmanna þennan tíma af mikilli festu og af miklum dugnaði.

Rafiðnaðarsamband Íslands þakkar Guðmundi kærlega fyrir vel unnin störf á vettvangi ASÍ. Guðmundur verður áfram í málefnanefndum á vegum miðstjórnar ASÍ af hálfu RSÍ.

Nýr í miðstjórn er Kristján Þórður Snæbjarnarson núverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og tekur sæti í miðstjórn til næstu tveggja ára.

Í miðstjórn ASÍ er kjörin var til október 2014 sitja:

Aðalemenn:
Björn Snæbjörnsson, Einingu-Iðju
Finnbjörn A. Hermannsson, Fagfélagið
Guðbrandur Einarsson, Verslunarmannafélag Suðurnesja
Guðmundur Ragnarsson, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, bein aðild
Kristín M. Björnsdóttir, VR
Kristján Þórður Snæbjarnarson, Félag rafeindavirkja
Óskar Kristjánsson, VR
Sigurrós Kristinsdóttir, Eflingu -stéttarfélagi
Sigurður Bessason, Eflingu - stéttarfélagi
Stefán Einar Stefánsson, VR
Sævar Gunnarsson, Sjómannasambandi Íslands
Sverrir Albertsson, Afli starfsgreinafélagi
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Félagi verslunar og skrifstofufólks á Akureyri

Varamenn:
Fanney Friðriksdóttir, Eflingu -stéttarfélagi
Finnbogi Sveinbjörnsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga
Georg Páll Skúlason, Félagi bókagerðarmanna
Gils Einarsson, Verslunarmannafélag Suðurlands
Halldóra Sveinsdóttir, Báran - stéttarfélag
Hilmar Harðarson, FIT - Félag iðn- og tæknigreina
Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, VR
Jens Heiðar Ragnarsson, Félag íslenskra rafvirkja
Kolbeinn Gunnarsson, Verkalýðsfélaginu Hlíf
Konráð Alfreðsson, Sjómannafélagi Eyjafjarðar
Páll Líndal, VR

Nánar um breytingar hjá ASÍ er að finna hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?