Fréttir frá 2013

11 13. 2013

Rafiðnaðarmenn vantar í Noregi

Norski faninn litillSífellt oftar fáum við fréttir af því að rafiðnaðarmenn vanti í Noregi. Nú auglýsir Strá, ráðningarstofa, eftir rafiðnaðarmönnum til starfa hjá norskum fyrirtækjum til starfa í Osló og nágrenni. Nánari upplýsingar er að finna hjá Strá í síma 588-3031 og á heimasíðunni www.stra.is eða með því að smella hér.

RSÍ hvetur þá félagsmenn sem fara til vinnu í Noregi að kynna sér réttindi og skyldur þar ytra. Hefji félagsmenn RSÍ störf í Noregi þá geta þeir fengið félagsaðild að El&IT (norska Rafiðnaðarsambandinu) en það skal gert um leið og menn hefja störf og njóta þá félagslegra réttinda staðfesti þeir fyrri félagsaðild að RSÍ. Vefsíða El&IT er www.elogit.no

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?