Fréttir frá 2013

12 2. 2013

Leigugjald orlofshúsa RSÍ óbreytt á milli ára

Logo RSÍMiðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands ákvað á fundi sínum í október að hækka ekki gjaldskrár sínar í orlofshúsum RSÍ. Vikuleiguverð helst því óbreytt á milli ára líkt og gert var á árinu 2013. Er þessi ákvörðun okkar byggð á því að við viljum draga úr verðbólgu í landinu og teljum við þetta innlegg okkar í þá átt að draga úr verðlagshækkunum.

Við vísum því til ríkis, allra sveitafélaga og fyrirtækja í landinu að taka sama skref í átt að stöðugu verðlagi og þar með lægri verðbólgu. Nái aðilar saman um kjarasamninga sem geti stuðlað að lægri verðbólgu verður það ekki gert án aðkomu allra annarra á markaði. Launabreytingar einar og sér valda ekki allri verðbólgu hér á landi enda koma þar fjölmargir aðrir þættir sem valda verðbólgu með beinum hætti. Má þar nefna hækkun gjaldsrkáa ríkis og sveitarfélaga sem og fyrirtækja hér á landi.

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur því Alþingi til að falla frá fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum sínum sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga 2014.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?