Logo RSÍRafiðnaðarsamband Íslands mun halda félagsfundi næstu tvær vikurnar þar sem farið verður yfir stöðu mála í kjaraviðræðum og einnig niðurstöður viðhorfskönnunar sem hófst í lok október. Hvetjum við félagsmenn til þess að fjölmenna á fundina. Fundaráætlun er eftirfarandi en óskir um fleiri fundarstaði má

voteNú stendur yfir viðhorfskönnun vegna kjarasamninga RSÍ sem flestir renna úr gildi 28. febrúar næstkomandi. Það er Rafiðnaðarsambandi Íslands og samninganefndum þess afar mikilvægt að fá viðhorf okkar félagsmanna enda móta skoðanir félagsmanna stefnu okkar í kjaraviðræðum. Tölvupóstur

Logo RSÍKl. 9.00, mánudaginn 3. nóvember n.k., verður opnað fyrir leigu orlofshúsa innanlands tímabilið janúar 2015 til og með maí, að páskatímabilinu undanskyldu. Fyrirkomulag er "fyrstur kemur, fyrstur fær.".

Logo RSÍKl. 9.00, mánudaginn 3. nóvember n.k., verður opnað fyrir leigu orlofshúsa innanlands tímabilið janúar 2015 til og með maí, að páskatímabilinu undanskyldu. Fyrirkomulag er "fyrstur kemur, fyrstur fær.".

Staða kjaraviðræðna
 
Þegar þetta er skrifað þá hefur samninganefnd RSÍ átt tvo fundi með Samtökum atvinnulífsins og Samtökum rafverktaka vegna endurnýjunar kjarasamnings RSÍ-SA/SART auk þess að fundir hafa verið haldnir vegna sérkjarasamninga sem RSÍ gerir við ýmis fyrirtæki. Eins og fram kemur í kjarasamningum sem undirritaðir voru fyrr á árinu var það liður í því að stuðla að bættum vinnubrögðum og koma í veg fyrir að viðræður dragist úr hófi.
 
Það eru þó nokkur atriði sem valda því að ferlið fer hægt af stað en það er meðal annars að í dag er enn unnið að því að endurnýja kjarasamninga og jafnframt er beðið upplýsinga frá Hagstofu Íslands varðandi ávinning kjarasamninganna og greiningu á launaþróun undanfarinna ára. Það kemur þó ekki í veg fyrir að unnið verði að breytingu á ákvæðum kjarasamningsins sem nauðsynlegt er að leiðrétta.


Ávinningur síðustu kjarasamninga hefur verið töluverður ef við horfum til stöðu verðbólgu liðins árs en í dag er ársverðbólga 1,8%. Það sem styður við lága verðbólgu eru sumpart vegna aðgerða Seðlabanka Íslands en í peningastefnu bankans er í dag það svigrúm sem skapast vegna styrkingar á íslensku krónunni nýtt til þess að efla gjaldeyrisvaraforða bankans og á móti hefur bankinn stutt við gengi krónunnar þegar það hefði annars veikst. Þetta kemur fram í auknum stöðugleika að minnsta kosti til skamms tíma. Jafnframt má sjá ávinning af kjarasamningum sem gerðir voru í desember 2013 og febrúar á þessu ári. Ávinningurinn skiptir heimili landsins miklu máli þegar kemur að skuldahlið þeirra. 

 
Það var mikilvægur þáttur sem nefndur var á öllum félagsfundum RSÍ fyrri hluta þessa árs að það myndu allir taka þátt í þessari vegferð og voru uppi miklar efasemdir um að gengi eftir. Svo fór að það tóku ekki allir þátt í vegferðinni og er það miður. Ekki það að við viljum ekki að laun hækki heldur er það sökum þess að við sjáum skýran ávinning af vegferðinni hvað varðar verðbólgu eins og áður sagði. Því verðum við að spyrja okkur hvaða áherslur við viljum leggja á í næstu vegferð. Á hvaða forsendum höldum við áfram í næstu vegferð?
 
Viðhorfskönnun vegna kjarasamninga
 
Á næstu vikum verður send út viðhorfskönnun vegna kjarasamninganna. Samninganefndir RSÍ hafa allar óskað eftir því að fá fram viðhorf okkar fólks líkt og við gerðum í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Framkvæmdin verður með sambærilegum hætti þ.e.a.s að tölvupóstur verður sendur út á alla þá félagsmenn sem eru með tölvupóstföng á skrá hjá RSÍ. Við hvetjum ykkur til þess að miðla þessum upplýsingum áfram til ykkar vinnufélaga fái þeir ekki þennan póst. Til þess að skrá netfang þá er farið inn á orlofshúsavef RSÍ.
 
Við vekjum sérstaka athygli á því að nýverið var í gangi launakönnun RSÍ sem framkvæmd var af Capacent og eru þessar kannanir ótengdar og því gætu einhverjir þurft að taka þátt í tveimur könnunum sem eru okkur jafn mikilvægar. Í launakönnun er eingöngu afmarkað úrtak upp á 1.350 manns en viðhorfskönnun sem í bígerð er nær til allra félagsmanna. 
 
Félagsfundir vegna kjarasamninga
 
Fyrirhugaðir eru félagsfundir vegna undirbúnings kjarasamninga seinni hluta nóvembermánaðar og farið verður eins víða um land og tími gefur möguleika á. Hádegisfundir hafa reynst best en mögulega verðum við að fjölga fundartímum til þess að komast víðar að. Fundartímar verða auglýstir sérstaklega síðar.
 
Hafi félagsmenn óskir um að fá fulltrúa frá RSÍ í heimsókn á vinnustað þá hvetjum við ykkur til þess að skrá óskir um slíkt á vefsíðu RSÍ, smelltu hér.

CapacentÞessa dagana er í gangi launakönnun sem Capacent vinnur fyrir RSÍ. Við hvetjum þá félagsmenn sem lenda í úrtaki að taka þátt í könnuninni og svara henni eftir bestu samvisku. Rétt er að vekja athygli

asi storVörukarfa ASÍ hefur hækkað í verði hjá níu verslunum og verslunarkeðjum af 14 sem skoðaðar voru frá því í apríl 2014 (viku 14) þar til nú um miðjan september (vika 37). Mesta hækkunin á þessu tímabili er 2,9% hjá Samkaupum-Strax og 1,6% hjá Nóatúni. Vörukarfan lækkaði hins vegar mest hjá Nettó eða um 2,1%.
Það má sjá verðbreytingar í öllum vöruflokkum bæði hækkanir og lækkanir á tímabilinu, en áberandi eru miklar sveiflur á verði grænmetis og ávaxta, kjötvörum og hreinlætis- og snyrtivörum.

sveinsbrefLaugardaginn 20. september fengu nýsveinar afhend sveinsbréf í rafvirkjun, rafveituvirkjun og rafeindavirkjun. Að þessu sinni luku 50 nýsveinar sveinsprófi en flestir luku prófi í rafvirkjun eða 33 talsins þar á eftir voru 10 sem luku prófi í rafeindavirkjun og 7 í rafveituvirkjun.

Ánægjulegt var að sjá svo fjölmennan

Logo RSÍMiðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) gagnrýnir harðlega áform stjórnvalda um hækkun virðisaukaskatts á matvælum sem mun hafa mest áhrif á þá sem minnst hafa. Hækkun á nauðsynjum líkt og mat- og drykkjarvörum, raforku, heitu vatni og bleium hefur bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þetta eru þær vörur

asi storMiðstjórn ASÍ lýsir yfir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnin velji með fjárlagafrumvarpi sínu fyrir árið 2015 að ráðast enn og aftur gegn hagsmunum launafólks í stað þess að hefja uppbyggingu velferðarkerfisins. Almennt launafólk hefur á síðustu árum tekið á sig miklar byrðar með samdrætti í tekjum, auknum útgjöldum og skuldsetningu sem leitt hafa til minni kaupmáttar. Þetta á ekki síst við um lágtekjuhópa og lífeyrisþega. Á sama tíma hefur verið skorið verulega niður í heilbrigðis-, velferðar og menntakerfinu sem leitt hefur til meiri greiðsluþátttöku, minni þjónustu og meira óöryggis. Launafólk sem færði miklar fórnir hefur réttmætar væntingar um að endurreisn og uppbygging velferðarkerfisins hafi ríkan forgang nú þegar viðsnúningur hefur orðið í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?