Fréttir frá 2015

12 7. 2015

Jólastyrkur 2015

rafidnadarsambandid rautt
Eins og undanfarin ár geta atvinnulausir félagsmenn sótt um styrk fyrir jólin.
Jólastyrkurinn 2015 er:
Kr: 19.500 auk þess kr: 19.500 með hverju barni undir 18 ára aldri og sannanlega á framfæri félagsmanns, þ.e. eiga sama lögheimili.
Af upphæðinni er tekinn staðgreiðsluskattur 39.74%.
Reglur um styrkinn eru þessar:
Að félagsmaður hafi verið án atvinnu undangengna 6 mánuði.
Að félagsmaður hafi greitt félagsgjald af fullum atvinnuleysisbótum.
Að félagsmaður hafi verið fullgreiðandi félagsmaður undangengna 12 mánuði fyrir atvinnumissi.
Skila verður inn umsóknum fyrir 18.desember 2015
Styrkurinn verður greiddur út 21.desember 2015

Atvinnuleitendum er heimilt að hafa tekjur upp að vissu marki en frítekjumark er kr. 59.047 á mánuði og getur því atvinnuleitandi notið aukatekna sem því nemur. Fari tekjur upp fyrir frítekjumarkið skerðast bætur um hálfa krónu fyrir hverja eina krónu.
Atvinnuleitendur verða sjálfir að tilkynna Vinnumálastofnun um allar aukatekjur er þeir njóta og er það á ábyrgð hvers og eins að tilkynna það.
Við hvetjum því atvinnuleitendur til þess að kynna sér ítarlega lög og reglur tengdar Atvinnuleysistryggingasjóði áður en jólastyrkur RSÍ er nýttur.
Umsóknareyðublað er hér, má senda rafrænt: 
(smella hér)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?