rafidnadarsambandidFyrirhuguðum kynningarfundum vegna launakönnunar sem áttu að vera í hádeginu í dag á Selfossi og Reykjanesbæ er frestað sökum óveðurs. Jafnframt er fundum sem áttu að vera á morgun, þriðjudag, á Akureyri og á Sauðárkróki, frestað sökum sömu ástæðu. Nýjir fundartímar verða auglýstir síðar í vikunni en gera má ráð fyrir að þeir verði í byrjun næstu viku.

Með von um að þessi frestun valdi engum óþægindum en samkvæmt ráðleggingum Lögreglu og Veðurstofu er fólk hvatt til þess að vera ekki á ferðinni að óþörfu í dag. 

rafidnadarsambandidNú eru helstu niðurstöður launakönnunar RSÍ, sem gerð var í október, tilbúnar. Hér eru þær aðgengilegar en verða á næstu dögum einnig undir liðnur "útgáfa" líkt og launakannanir eru frá fyrri árum. Launakönnunin er í stöðugri þróun en nú er í þriðja skipti spurt um atvinnugrein sem viðkomandi starfar í og hafa þær upplýsingar nýst RSÍ sem og félagsmönnum verulega vel en í upphafi árs 2014 grundvallaðist kröfugerð samninganefndar RSÍ á þeim upplýsingum enda kom afar skýrt fram hvaða hópur væri með lægstu launin. Byggingaiðnaður hefur átt undir högg að sækja á síðustu 7-8 árum en í ár eru merki um að viðsnúningur hafi orðið þar á. Annars vegar má rekja hækkun launa til bættrar stöðu almennt í byggingariðnaði en einnig höfðu kjarasamningarnir meiri áhrif á þann hóp sem eru á lægri töxtum en þeir voru færðir nær greiddu kaupi í síðustu samningalotu.

Í ár var í fyrsta skipti spurt um og birt hvert tímakaup væri hjá þeim sem starfa í því umhverfi, fá greitt fyrir hvern unnin tíma en ekki á "mánaðarlaunum". Fjöldi þeirra sem svöruðu því til að viðkomandi væri að vinna í tímavinnu var ekki mjög mikill en er þó á annað hundrað. Meðaltímakaup er um 2.338 kr.

Rétt er að taka fram að í launakönnun koma fram tvíþættar upplýsingar um laun en annarsvegar er talað um "mánaðarlaun" og síðan "heildarlaun". Mánaðarlaun eru laun fyrir dagvinnu. Heildarlaun eru eðli máls samkvæmt öll laun sem viðkomandi hafði í septembermánuði, hvort sem það er eingöngu dagvinnulaun eða dagvinnulaun auk yfirvinnu eða ýmissa annarra greiðslna.

Í ár gafst öllum félagsmönnum RSÍ kostur á að taka þátt í könnuninni en tölvupóstar voru sendir á alla þá sem eru skráðir með tölvupóstfang í félagakerfi RSÍ en í þeim tilvikum þar sem ekki er skráð tölvupóstfang þá var sendur bréfpóstur á viðkomandi. 1.787 félagsmenn af 4.232 tóku þátt í launakönnuninni eða 42% félagsmanna!

Rétt er að taka fram þegar rýnt er í launatöflur eftir aðildarfélögum RSÍ og atvinnugreinum að þegar launakönnunin var í vinnslu þá hafði ekki verið lokið við gerð allra kjarasamninga hjá RSÍ og sést það augljóslega í nokkrum atvinnugreinum eins og í heilbrigðisþjónustu, raforkuframleiðslu og flutningum, upplýsinga- og/eða afþreyingarþjónustu (að hluta til amk) og fjarskiptafyrirtækjum að hluta til.

Í fyrsta skipti eru teknar saman launaupplýsingar eftir kjördæmum landsins (póstnúmerum) eins og sjá má á glæru nr. 23.

Hvetjum við félagsmenn til þess að kynna sér þessa launakönnun og nýta sér hana til þess að staðsetja sig í launum. Sé viðkomandi langt undir meðaltali launa þá er rétt að sækja á um leiðréttingu þar á.

Launakönnunin er aðgengileg með því að smella hér.

isal 4 banner

84. tbl. 19. árgangur ábm. Trúnaðarráð verkalýðsfélaga starfsmanna ISAL Straumsvík 3. desember 2015 (smella hér)

rafis bordar 1300x400 02

Talningu er lokið í atkvæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ og Fjármálaráðherra sem undirritaður var 13. nóvember 2015
Úrslit urðu þessi:
Á kjörskrá voru 81 og kusu 62 eða 76,5%
Já sögðu 48 eða 77,42%
Nei sögðu 13 eða 20,97%
Samningurinn er því samþykktur.

rafis bordar 1300x400 22

Talningu er lokið í atkvæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ og Landsvirkjunar sem undirritaður var 11. nóvember 2015
Úrslit urðu þessi:
Á kjörskrá voru 35 og kusu 31 eða 85,7%
Já sögðu 26 eða 83,87%
Nei sögðu 5 eða 16,13%
Samningurinn er því samþykktur.

bordar 1300x400 02 

Talningu er lokið í atkaæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ og Rarik sem undirritaður var 13 nóvember síðastliðinn.
Á kjörskrá voru 103 og 79 kusu eða 76,7%
Já sögðu 57 eða 72,15%
Nei sögðu 20 eða 25,32%
Tek ekki afstöðu: 2 eða 2,23%
Samningurinn er því samþykktur.

rafidnadarsambandidÁ hverju strandar kjaradeila í ISAL, Straumsvík?

Í Morgunblaðinu í morgun kemur fram að ISAL sé að greiða allt að 48% hærri laun en gerist á almennum vinnumarkaði. Þar er talað um dagvinnu og vaktavinnu. Laun hjá fyrirtækinu séu svo góð að verkalýðsfélögin séu í raun hreinar frekjur að krefjast hærri launa. Það er þó rétt að taka fram að samanburðurinn gefur ekki fullkomlega rétta mynd þar sem vaktavinna starfsmanna ISAL er allsráðandi (langstærstur hluti verkafólks er í vaktavinnu) en á almennum vinnumarkaði er vaktavinna í miklum minnihluta (í raun hverfandi). 

Deilan snýst nákvæmlega ekkert um launin í dag!

Deilan snýst um að tryggja starfsmönnum ISAL vinnu á þessum launum. ISAL krefst þess að geta sagt fastráðnum starfsmönnum upp og ráðið inn verktaka dag frá degi til þess að sinna verkefnum eins og öryggisgæslu í hliði, hafnarvinnu eins og löndun úr skipum sem og vinnu í mötuneyti fyrirtækisins. Ekki nóg með það að þeir vilji losa sig við þessa starfsmenn heldur þá vilja þeir einmitt losna undan því að þurfa að greiða þessi laun sem þeir vísa til. Fyrirtækið vill sem sagt losa sig við starfsmenn og greiða verktökunum að minnsta kosti 48% lægri laun en þeir gera í dag!

Ekki nóg með það að þeir myndu vilja greiða 48% lægri laun (sem væru þá svokölluð "markaðslaun" verkafólks) heldur þá vill fyrirtækið að miðað verði við lágmarkslaun í landinu fyrir þessi störf en eflaust myndi fyrirtækið vilja að undirverktakar greiddu enn lægri laun en lágmarkslaun enda myndi það ekki koma ISAL mikið við þó svo að undirverktakar greiddu lægri laun því ábyrgðin væri ekki ISAL, ábyrgðin yrði undirverktakans sem væri með fólkið í vinnu.

Um þetta snýst málið, ISAL vill EKKI þurfa að greiða þessi laun sem kjarasamningur Verkalýðsfélaganna við fyrirtækið kveður á um! ISAL vill losna undan þeim kvöðum sem því fylgir að hafa fólk í vinnu og setja þær kvaðir á undirverktaka. Fyrirtækið krefst þess að breyta ákvæði kjarasamnings sem hefur verið í gildi í áratugi, þar strandar deilan vegna þeirra kröfu.

Starfsmenn ISAL fara ekki fram á meiri launahækkanir en almennt hefur verið samið um á íslenskum vinnumarkaði heldur hafa starfsmenn í raun gefið fyrirtækinu afslátt af þeim launahækkunum til þess að geta gengið að kjarasamningi. Fyrirtækinu hefur verið boðinn lengri samningur með hóflegum launahækkunum til þess að komast í gegnum brimskaflinn. Fyrirtækinu hefur verið boðið upp á að reyna að fá starfsfólk með sér í lið til þess að takast á við erfiðleika fyrirtækisins. En hvað hefur fyrirtækið gert til þess að komast áfram? Fyrirtækið hefur á engan hátt reynt að fá almennt starfsfólk með sér í lið en það vita það allir að mesti auður fyrirtækja er starfsfólk þeirra! Fyrirtækið hefur hins vegar gengið frá kjarasamningi við stjórnendur ISAL sem og undirverktaka sem starfa fyrir ISAL.

Já, þú last rétt, við undirverktaka ISAL! Eins og fram kom í fréttum í gær þá eru hátt í 200 fyrirtæki í Hafnarfirði sem eiga mest allt undir því að fyrirtækið sé starfandi í Straumsvík. Þetta þýðir að ISAL getur og hefur nýtt fyrirtæki utan svæðis, verktaka, til vinnu. Hins vegar þurfa verktakar að greiða sambærileg laun og starfsmenn ISAL njóta. Þetta þekkist í stóriðjunni hér á landi. Síðastliðið sumar var deila á Reyðarfirði þar sem samningar náðust um að undirverktakar skuli greiða sambærileg laun.

Framkoma fyrirtækisins er til skammar! Í stað þess að leita lausna hóta þeir starfsmönnum öllu illu. Þetta fyrirtæki ætlar sér ekki að semja því þau ætla sér að fá allt það sem fyrirtækið vill. Sé fyrirtækinu umhugað um starfsmenn sína og vilji starfa áfram hér á landi þá ættu stjórnendur að fá starfsfólk með sér í að bæta stöðuna og mögulega ná að ná aukinni framleiðni með samstilltum vinnubrögðum!

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

rafidnadarsambandidKjarasamningur RSÍ við Reykjavíkurborg var samþykktur samhljóða í atkvæðagreiðslu. Tekur samningurinn því gildi með breyttum ákvæðum.

Banner KjarasamningarKjarasamningur RSÍ við 365 var samþykktur á kjörfundi í gær. Á kjörskrá voru 46 en alls greiddu atkvæði 27 eða 58,7%. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 25 eða 92,6% og nei sögðu 2 eða 7,4%. Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

Undirflokkar

whiteRafræn leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls er hafin meðal félagsmanna í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands sem starfa á almennum kjarasamningi RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslur standa einnig yfir í öðrum félögum iðnaðarmanna.

Félagsmenn eru spurðir hvort þeir vilji að boðað verði allsherjarverkfall sem standi frá miðnætti aðfararnótt 10. júní til miðnættis að kvöldi 16. júní 2015 og til ótímabundins allsherjarverkfalls frá miðnætti aðfararnótt 24. ágúst 2015. Verkfall mun eingöngu koma til framkvæmda ef þörf krefur og ef kjarasamningar hafa ekki verið undirritaðir. Atkvæðagreiðslu lýkur þann 1. júní kl. 10.

Þeir félagsmenn sem starfa á almenna samningnum fá bréf sent heim til sín með upplýsingum um atkvæðagreiðsluna og kóða sem þeir geta notað til þess að greiða atkvæði. Fái einhver ekki bréf sem telur sig eiga rétt á að kjósa er hægt að hafa samband við skrifstofu RSÍ.

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur félagsmenn eindregið til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og sýna hug sinn í verki. Góð þátttaka og góð samstaða sendir mikilvæg skipaboð að samningaborðinu. Við viljum að íslenskur vinnumarkaður verði samkeppnishæfur við Norðurlöndin og að fólk geti lifað mannsæmandi fjölskyldulífi af dagvinnulaunum. Með því að nýta samtakamáttinn getum við náð markmiðum okkar og fengið sanngjarnar kjarabætur.

Hér má nálagast ýmsar upplýsingar um kjaraviðræður 2015.

Hér er hlekkur á kosningasíðu.          

Tökum öll þátt í atkvæðagreiðslunni!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?