Fréttir frá 2022

01 11. 2022

Launakönnun RSÍ 2021

rafidnadarsambandid rautt

Launakönnun RSÍ 2021 - niðurstöður
Kynning á niðurstöðum úr launakönnun Gallup fyrir RSÍ 2021 fór fram 15. desember s.l. (Horfa á kynningu)

Könnunin var gerð í október vegna launa í september 2021. Tómas Bjarnason frá Gallup fór yfir helstu niðurstöður. Góð þátttaka var í könnuninni eða 33% sem er betri en síðast.
Við vekjum athygli á tengli á “Markaðslaun” á vef RSÍ (smella hér) Þar er hægt að skoða laun og vinnutíma einstakra starfa og hópa. Mikilvægt tól fyrir einstakling til að finna sitt viðmið í launakönnun til að undirbúa sig fyrir launasamtal.
Hér er hlekkur á niðurstöðuskjalið sem Tómas fór yfir (smella hér)

RSÍ þakkar félagsmönnum fyrir þátttöku í könnuninni sem er afar mikilvæg til að undirbúa næstu kjarasamningalotu sem hefst núna en samningar á almennum vinnumarkaði verða lausir 1. nóvember 2022.

Dregið úr innsendum lausnum í launakönnun RSÍ
10 heppnir félagsmenn, sem þátt tóku í launakönnun RSÍ, voru dregnir út af Gallup sem fá 12.000,- bankakort og 5 aðrir fá hótelgistingu fyrir tvo hjá Íslandshótelum. Vinningar verða sendir á heimilisfang vinningshafa.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?