Fréttir frá 2016

11 2. 2016

Alþingi komi saman og breyti ákvörðun kjararáðs!

rafidnadarsambandid2Nú þegar kjararáð hefur ákveðið að laun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands skuli hækka gríðarlega og langt umfram þær launahækkanir sem samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði væri réttast að boðað verði til þingfundar nú þegar þar sem eitt mál væri á dagskrá, leiðrétting á ákvörðun kjararáðs. Ákvörðun Alþingis mætti vera í formi tillögu til kjararáðs um að þessi lína sé óásættanleg og að kjararáð verði að falla frá þessari stefnu og leiðrétta ákvörðunina til samræmis við það sem gengur og gerist í samfélaginu.

Sú stéttarskipting sem kjararáð er að móta með úrskurðum sínum er til þess fallin að auka sundrungu í samfélaginu og hefur nýtt höfrungahlaup í launasetningu. Það er rétt að halda því jafnframt til haga að laun alþingismanna hafa hækkað allverulega umfram launa flestra hópa í samfélaginu en almennt hefur ekki verið tekið tillit til þeirra lífeyrisréttinda sem alþingismenn og sérstaklega ráðherrar njóta að þingstörfum loknum. Þau réttindi eru mikið meiri en almennt þekkist í samfélaginu. 

Íslenskir alþingismenn væru, standi þessi úrskurður, með launahærri alþingismönnum í þeim löndum sem við berum okkur oft við en það getur varla talist ásættanlegt að laun þeirra verði stefnumarkandi fyrir þjóðir í kringum okkur.

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?