Fréttir frá 2016

11 23. 2016

Birta lífeyrissjóður tekur til starfa 1. desember næstkomandi

StafirLogoFréttatilkynning frá Stöfum lífeyrissjóði.

Fjármálaráðuneytið hefur, að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins, staðfest samþykktir Birtu lífeyrissjóðs, en sjóðurinn verður til við sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs.

Birta lífeyrissjóður tekur formlega til starfa á fullveldisdaginn 1. desember næstkomandi og verður þá opnuð ný heimasíða sjóðsins, birta.is. Skrifstofa Birtu lífeyrissjóðs verður í Sundaboganum, Sundagörðum 2, Reykjavík í núverandi húsnæði Sameinaða lífeyrissjóðsins.

Síðasta fréttabréf og sjóðfélagayfirlit, sem gefið er út í nafni Stafa lífeyrissjóðs, verður póstlagt á næstu dögum. Við hvetjum sjóðfélaga til að fara vel yfir yfirlitin og hafa samband við launagreiðanda og/eða sjóðinn ef önnur iðgjöld en síðustu tveggja mánaða vantar á það. Á heimasíðunni birta.is verður framvegis að finna nýjustu upplýsingar um stöðu sjóðfélaga.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?