Fréttir frá 2017

12 6. 2017

Aðventukaffi 7. desember

Birta logo lit

Starfsfólk Birtu býður sjóðfélögum í aðventukaffi og spjall í aðsetri lífeyrissjóðsins á 5. hæð að Sundagörðum 2 í Reykjavík á fimmtudaginn kemur, 7. desember, kl. 16:30.

Tilefnið er einfaldlega jólafastan og tækifærið er gripið til að eiga samverustund, rabba saman í góðum hópi, kynna vistarverur Birtu og ræða það sem hverjum og einum liggur á hjarta. 

Allt verður þetta á óformlegum nótum, fyrst og fremst notalegt!

Starfsfólk Birtu verður í gestgjafahlutverki og ber meðal annars góðgæti á borð fyrir gesti sína.

Verið hjartanlega velkomin!

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?