Fréttir frá 2019

05 11. 2019

Samstarf UN Women og RSÍ

rafidnadarsambandid bleikur

Á 19. þingi Rafiðnaðarsambands Íslands sem stendur yfir dagana 9.-11. maí var haldin „Rakarastofuráðstefna“ í samstarfi við UN Women með u.þ.b 150 þingfulltrúum og gestum. UNwomanRSI
Tilgangur hennar er að skapa körlum svigrúm til að ræða jafnréttismál og hvernig þeir geta beitt sér gegn kynjamisrétti og stuðlað að kynjajafnrétti í sínu nærumhverfi. Við erum afar stolt af því að þessi umræða var tekin upp á þingi Rafiðnaðarsambands Íslands þar sem um 90% félagsmanna eru karlmenn. Samstarf UN Women og RSÍ mun halda áfram næstu þrjú ár samkvæmt ákvörðun þingsins. Rafiðnaðarsamband Íslands mun í tengslum við þetta samstarf styrkja UN Women um kr. 2.500.000 á ári.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?