firÍ dag lauk atkvæðagreiðslu um kjör formanns FÍR. Margrét Halldóra Arnarsdóttir var kjörin formaður FÍR, fyrst kvenna í félaginu. Margrét hlaut afburðakosningu og mun taka við sem formaður FÍR á aðalfundi félagsins sem fram fer í apríl. Óskum við Margréti innilega til hamingju með kjörið og berum við miklar væntingar til samstarfs á komandi árum. Þess má geta að Margrét situr nú þegar í miðstjórn RSÍ ásamt því að hafa sinnt félagsstörfum víða og kemur því með mikla reynslu í verkefnið.

 

bordar 1300x400 03Áfram halda verkefnin. Stærsta mál vikunnar var yfirlýsing Rio Tinto um rekstur álversins í Straumsvík, ISAL. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir en hefur ekki skilað árangri, þannig að skrifað væri undir kjarasamning, enn sem komið er. Ljóst er að rekstur ISAL hefur gengið illa á undanförnum árum en sú staða er hins vegar ekki komin til vegna ákvarðana almenns starfsfólks sem nú virðist eiga að borga brúsann að minnsta kosti með samningsleysi og þar skortir fullkomlega vilja eigenda til að skrifa undir samningsdrög. 

Skrifað var undir kjarasamning við Elkem Ísland í vikunni, eins og fram hefur komið á síðunni. Samningurinn verður kynntur fyrir starfsfólki í vikunni. Fundað var með fulltrúum Norðuráls en málin þokast mjög hægt áfram í þeim viðræðum. Boðað hefur verið til næsta fundar í vikunni og afar mikilvægt er að það fari að sjá fyrir endann á þeim viðræðum. 

Á þriðjudag afhentum við spjaldtölvur í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti til nýnema í rafiðngreinum. Um 40 nýnemar eru í FB og var afar vel tekið á móti okkur þar. Gríðarleg ánægja er á meðal nemenda með þann stuðning sem við veitum þeim með þessum hætti. Gjaldfrjálst rafrænt námsefni sem notað er við kennsluna og tölvubúnaður til að tryggja gott aðgengi að efninu.

Dagur rafmangns 2017Rétt er að vekja athygli á frétt á heimasíðu ASÍ þar sem fjallað er um það þegar veður hamlar vinnu. Hvetjum við félaga okkar til að skoða þetta. Smellið hér. Þar segir meðal annars: "Ítrekað vakna spurningar um réttindi launafólks þegar gefnar eru út veðurviðvaranir. Rétt er að vekja athygli á því að um það er fjallað á vinnuréttarvef ASÍ. Þar er niðurstaðan sú að launagreiðslur falla almennt ekki niður vega veðurs." Auk þess segir "... er það meginreglan þegar ekki er um force major atvik að ræða að laun skulu greidd."

Hvetjum félaga til að fara varlega þar sem veðurspá er verulega slæm og búið er að lýsa yfir óvissuástandi. Jafnframt er mikilvægt að fyrirtæki hugi að öryggi starfsmanna og geri skynsamlegar ráðstafanir til samræmis við veðurspár.

rafidnadarsambandid2Í dag var kjarasamningur undirritaður á milli RSÍ, FIT, VR & VLFA við Elkem Ísland. Kjarasamningurinn verður kynntur fyrir starfsmönnum í næstu viku á kynningarfundi á Grundartanga. 

 orlofslog

Hér eru upplýsingar hve marga punkta þurfti til að fá úthlutað um Páskana.

Orlofshús
Punktastaða
Akureyri -  Kristjánshagi 2, íbúð nr 105
292
Akureyri - Furulundur 8L
196
Akureyri - Furulundur 8P
333
Akureyri - Furulundur 8T
303
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 107
242
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206
459
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207 
372
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 208
203
Akureyri-Furulundur 8K
237
Akureyri-Furulundur 8N
397
Einarsstaðir 13
236
Einarsstaðir 4
208
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1)
242
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2)
195
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7)
208
Miðdalur - Rúnaberg
310
Skógarnes nr 1
221
Skógarnes nr 2
244
Skógarnes nr. 3
245
Skógarnes nr.4
303
Skógarnes nr 5
255
Skógarnes nr 6
275
Skógarnes nr 7
276
Skógarnes nr 8
282
Skógarnes nr 9
319
Skógarnes nr 10
325
Skógarnes nr 11
348
Skógarnes nr 12
256
Skógarnes nr 13
368
Skógarnes nr 14
408
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið
278
Stykkishólmur - Skúlagata 23
253
Svignaskarð nr.3
214
Svignaskarð nr.4
237
Vaglaskógur - Hressingarhús
414
Varmahlíð, Skagafirði
201
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9
190
Ölfusborgir 13
219
Ölfusborgir 16
388

 

bordar 1300x400 02Menntamálin eru ofarlega í starfinu hjá RSÍ. Um mjög langt skeið höfum við ítrekað unnið að því að auka veg iðnmenntunar á Íslandi og nýtum við hvert tækifæri til þess að stuðla að aukinni aðsókn í greinarnar okkar. Síðustu tvö ár hefur aðsókn jafnt og þétt verið að aukast í rafiðngreinar í skólunum sem er gríðarlega mikilvægt enda er skortur á starfsfólki í þeim greinum. Við höfum kallað eftir því að gerð verði mannafla- og færnispá fyrir íslenskt samfélag með reglubundnum hætti. Þannig megi stýra betur framboði náms í menntakerfinu með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Þegar fjölga þarf nemendum í ákveðinni grein verði horft til þess að auka fjármagn samhliða. Það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið að mennta fólk til starfa sem ekki eru til eða þörf fyrir.

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík hefur á undanförnum áratug lagt baráttunni lið með ýmsum hætti. Í gær var árleg nýsveinahátíð haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem nýsveinum sem luku sveinsprófi með afburðaárangri veitt verðlaun. Ánægjulegt er að sjá nýsveina úr rafiðngreinum standa sig með jafngóðum árangri og raun ber vitni. 

Í líðandi viku voru haldnir fjölmargir fundir vegna kjarasamninga en hæst bar þó fundur með iðnaðarmönnum sem starfa hjá ISAL. Farið var yfir stöðu þeirra kjaraviðræðna sem standa yfir við fyrirtækið en samningurinn rann út í lok maí á síðasta ári og því augljóst að þolinmæði eftir endurnýjuðum kjarasamningi er löngu þrotin. Einhugur var í hópnum að staðan væri óásættanleg og að nauðsynlegt væri að ná fram kjarasamningi, með undirritun beggja samningsaðila, svo starfsmenn geti fengið sínar réttmætu launahækkanir sem byggja á þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á undanförnu ári. Staða fyrirtækisins getur verið snúin en það getur ekki verið hlutverk starfsfólks að sætta sig við að bera ábyrgð á slökum rekstri eigenda sem hafa tekið mjög afdrifaríkar ákvarðanir um reksturinn sem veldur þeirri stöðu sem uppi er. Starfsfólk hefur ekki notið góðs þegar vel gengur og hví ætti svo að vera þegar verr árar. Það var gríðarlega gott að finna fyrir þeirri gríðarlegu samstöðu sem var í hópi iðnaðarmanna. 

Fundað var með fulltrúum Norðuráls í vikunni þar sem áfram var unnið með mögulegar breytingar á vaktakerfi fyrirtækisins með þeim hætti að falla frá 12 tíma vöktum og færa yfir á 8 tíma vaktir enda hafa verið miklar umræður um það á meðal starfsfólks um slíkt. Það er mikið álag á starfsfólk að standa langar vaktir við krefjandi aðstæður. Sérstakur fundur í minni hópi þar sem eingöngu voru rædd málefni iðnaðarmanna hjá Norðuráli. Meðal málefna voru framhaldsnám stóriðjuskóla og hvernig hann nýtist iðnaðarmönnum og mögulegar breytingar á samspili við eftirmenntunarstofnanir iðnaðarmanna, RAFMENNT og Iðuna. Fyrirkomulag útkalla, skipulag starfseminnar og umræður voru um faglega stjórnun á svæðinu. Allt eru þetta atriði sem starfsfólk telur bráðnauðsynlegt að ræða og gera bætur á.

Niðurstöður liggja fyrir úr atkvæðagreiðslum um kjarasamninga RSÍ við Ríkið og Reykjavíkurborg. Samningarnir voru samþykktir í atkvæðagreiðslunum. 

Í vikunni var fundað vegna stefnumótunar RSÍ en sú vinna hefur verið í gangi innan RSÍ frá því undir lok síðasta árs en sú vinna byrjaði með svokallaðir SVÓT greiningu á vinnufundi miðstjórnar RSÍ og haldið var áfram með fræðslu fyrir þá aðila sem vinna að þessu og endar á því að stefna RSÍ til næstu 5 ára mun liggja fyrir á sambandsstjórnarfundi RSÍ í byrjun maí. Einn mikilvægasti þáttur í þessari stefnumótunarvinnu verður að hitta félaga RSÍ víðsvegar um landið en boðað verður til opinna funda með hagaðilum undir lok febrúar. Fundartímar og staðsetningar verða vel auglýstar þegar þar að kemur.

Miðstjórn ASÍ fundaði í vikunni en þar var farið yfir stöðu mála hjá Bjargi íbúðafélagi. Bjarg hefur nú þegar afhent 194 íbúðir til leigjenda, 269 íbúðir eru í byggingu og alls eru 440 íbúðir í hönnunarferli. Þetta gerir alls 903 íbúðir. Bjarg hefur undirritað viljayfirlýsingar við sveitarfélög um stofnframlög vegna 1.300 íbúða. Það er augljóst að áhrif innkomu Bjargs inn á leigumarkaðinn er mikil. Leiguverð hefur lækkað, aðbúnaður leigutaka hefur oft á tíðum batnað til muna. Áframhaldandi uppbygging getur því skilað samfélaginu margfalt betri stöðu í fasteignamálum. Samhliða þessu er forysta ASÍ að vinna að endurbótum á fasteignamálum þeirra sem eru að koma inn á fasteignamarkaðinn, auðvelda fólki að kaupa fyrstu fasteign, auðvelda fólki að fjármagna fasteignakaup heilt yfir og draga úr vaxtakostnaði. 

Miðstjórn RSÍ fundaði undir lok vikunnar þar sem staða kjarasamninga var rædd, yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga og hvernig útlitið væri framundan. Miðstjórn sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna verkfalla félaga Eflingar stéttarfélags. Farið var yfir afmælisár RSÍ og þá viðburði sem framundan eru á árinu. 28. nóvember fagnar RSÍ 50 ára afmæli. Fjölskylduhátíð RSÍ verður að vanda haldin á Skógarnesi og ekki er ólíklegt annað en að hún verði jafnvel veglegri en oft áður. Hátíðin verður helgina 19. - 21. júní. Fjölmargt fleira var rætt og gert á fundinum.

Það var mjög ánægjulegt að fá fréttir frá Seðlabanka Íslands þar sem stýrivextir voru lækkaðir enn meira eða um 0,25 prósentustig. Stýrivextir SÍ eru því komnir undir 3% eða nánar tiltekið í 2,75% sem eru sögulega lágir stýrivextir! Stýrivextir hafa því lækkað um 1,75 prósentustig frá undirritun kjarasamninga í maí 2019. 

Hvaða áhrif hefur það ef vextir fasteignalána lækka um 1,75%? Jú ef heimili er með 20 milljónir króna í fasteignalán og vextir lækka um 1,75% þá getur það þýtt vaxtalækkun upp á tæplega 30.000 kr. á mánuði. Það getur þó verið misjafnt eftir því hvaða lánaform er samið um og hvernig afborganir eru. En það er augljóst að sóknarfæri fyrir skuldsett heimili að endurfjármagna á mikið betri vaxtakjörum og oft á tíðum náð fram verulegum sparnaði. Rétt er geta þess einnig að ársverðbólga mældist 1,7% í janúar. 

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ 

rafis bordar 1300x400 23Miðstjórn RSÍ fagnar áherslum og ábendingum Seðlabankastjóra því mikilvægi iðnmenntunar er mikil í dag, enn meiri þörf er fyrir fagmenntaða einstaklinga til að drífa samfélagið áfram og auka hagvöxt. 

Miðstjórn RSÍ kallar jafnframt eftir því að stjórnvöld setji af stað vinnu, í samráði við fagfélögin, að móta menntastefnu fyrir Ísland þar sem farið verði í greiningu á þörf á starfsfólki með fagmenntun. Á sama tíma verði greint hvernig framboð á námsleiðum er og þeim fjölda nemenda sem skólakerfið þarf að skila af sér út á vinnumarkaðinn. Gríðarlega mikilvægt er að koma í veg fyrir þann skort sem er á fagmenntuðum einstaklingum með því að fjölga nemendum sem komast að í skólakerfinu.

VerkfallshnefiMiðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands lýsir yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir Eflingar- stéttarfélags. Aðgerðirnar tengjast kjaradeilu félagsins vegna endurnýjunar kjarasamnings starfsfólks hjá Reykjavíkurborg, sem rann út 31. mars 2019.
Miðstjórn RSÍ hvetur félagsmenn aðildarfélaga sinna og annað launafólk til að virða aðgerðir Eflingar og stuðla að því að verkfallsbrot verði ekki framin.

Birta logo lit CMYK 1300 x 400 A

Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2020 til 2022.

Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins.

Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn umsókn í formi útfyllts framboðseyðublaðs og senda það á netfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 13. febrúar 2020.

Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr.5.9) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna.

Skjöl sem tilheyra kjöri fulltrúa launamanna í stjórn Birtu:

  • Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu 22. janúar.
  • Eyðublað um framboð til setu í stjórn Birtu lífeyrissjóðs.
  • Starfsreglur valnefndar launamanna Birtu lífeyrissjóðs.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?