Fréttir frá 2020

02 7. 2020

Mikilvægi iðnmenntunar fyrir samfélagið

rafis bordar 1300x400 23Miðstjórn RSÍ fagnar áherslum og ábendingum Seðlabankastjóra því mikilvægi iðnmenntunar er mikil í dag, enn meiri þörf er fyrir fagmenntaða einstaklinga til að drífa samfélagið áfram og auka hagvöxt. 

Miðstjórn RSÍ kallar jafnframt eftir því að stjórnvöld setji af stað vinnu, í samráði við fagfélögin, að móta menntastefnu fyrir Ísland þar sem farið verði í greiningu á þörf á starfsfólki með fagmenntun. Á sama tíma verði greint hvernig framboð á námsleiðum er og þeim fjölda nemenda sem skólakerfið þarf að skila af sér út á vinnumarkaðinn. Gríðarlega mikilvægt er að koma í veg fyrir þann skort sem er á fagmenntuðum einstaklingum með því að fjölga nemendum sem komast að í skólakerfinu.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?