Fréttir frá 2020

02 13. 2020

Fyrirspurnir þegar vinna fellur niður vegna veðurs!

Dagur rafmangns 2017Rétt er að vekja athygli á frétt á heimasíðu ASÍ þar sem fjallað er um það þegar veður hamlar vinnu. Hvetjum við félaga okkar til að skoða þetta. Smellið hér. Þar segir meðal annars: "Ítrekað vakna spurningar um réttindi launafólks þegar gefnar eru út veðurviðvaranir. Rétt er að vekja athygli á því að um það er fjallað á vinnuréttarvef ASÍ. Þar er niðurstaðan sú að launagreiðslur falla almennt ekki niður vega veðurs." Auk þess segir "... er það meginreglan þegar ekki er um force major atvik að ræða að laun skulu greidd."

Hvetjum félaga til að fara varlega þar sem veðurspá er verulega slæm og búið er að lýsa yfir óvissuástandi. Jafnframt er mikilvægt að fyrirtæki hugi að öryggi starfsmanna og geri skynsamlegar ráðstafanir til samræmis við veðurspár.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?