Fréttir frá 2020

04 4. 2020

Styðjum launafólk í framlínustörfum - kjarasamninga fyrir alla!

rafis bordar 1300x400 04Miðstjórn RSÍ sendir öllum þeim sem standa í framlínustörfum baráttukveðjur, ykkar þáttur í að halda samfélaginu gangandi skiptir sköpum fyrir samfélagið. Á þessum tímum skiptir jafnframt gríðarlega miklu máli að kjarasamningar séu í gildi hjá öllum landsmönnum. Við skorum á stjórnvöld og aðra þá launagreiðendur sem ekki hafa gengið frá kjarasamningum við sína starfsmenn að gera það tafarlaust.

Miðstjórn RSÍ hefur sérstakar áhyggjur af stöðu heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir grundvallarþjónustu á þessum tímum, líkt og áður. Fleiri hópar, líkt og lögreglumenn, búa við óþarfa óvissu á þessum tímum og afar brýnt að draga úr þeirri óvissu. Tökum höndum saman, stöndum vörð um réttindi landsmanna, skrifið undir kjarasamninga! Við komumst saman í gegnum þessar tímabundnu áskoranir með samstöðunni, “hlýðum Víði” og okkar frábæra þríeyki í einu og öllu.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?