Fréttir frá 2020

04 16. 2020

Lokun orlofshúsa/íbúða vegna Covid-19 frá 06.04.2020-04.05.2020

rafidnadarsambandid rautt

Á upplýsingafundi Almannavarna 1. apríl síðastliðinn svaraði Víðir játandi þeirri spurningu hvort stéttarfélög ættu að afturkalla leigu á orlofshúsum sínum. 

Þar sem samkomubannið mun gilda til 4.maí næstkomandi þá hefur RSÍ ákveðið að loka öllum orlofshúsum og íbúðum og afturkalla leigur frá 06.04.2020-04.05.2020. 

Leigur vegna þessa verða allar endurgreiddar að fullu og orlofspunktar bakfærðir. Leiguupphæð verður bakfærð á það kort sem leigan var greidd með. 

 

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?