Fréttir frá 2020

09 9. 2020

Lögfræðingur óskast

augl logfraedi

Helstu verkefni eru að veita ráðgjöf varðandi túlkun ráðningarsamninga, kjarasamninga og laga. Aðkoma að starfshópum á vegum iðnaðarmannasamfélagsins, þátttaka í kjaraviðræðum, umsagnir og málarekstur þegar svo ber undir.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið meistaraprófi í lögfræði og æskilegt er að hafa málflutningsréttindi. Þekking og reynsla af vinnumarkaðsmálum er kostur.

Um er að ræða nýtt og spennandi starf í krefjandi starfsumhverfi.

Lögfræðingur mun heyra undir skrifstofustjóra 2F sem er þjónustuskrifstofa iðnaðarmannasamfélagsins að Stórhöfða 31.

Að 2F Húsi Fagfélaganna standa:

Byggiðn - Félag byggingamanna

Félag iðn- og tæknigreina (FIT)

Matvæla- og veitingafélag Íslands (MATVÍS)

Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ)

Samiðn - Samband iðnfélaga

Nánari upplýsingar um starfið veitir Pálmi Finnbogason (palmi@2f.is).

Umsóknir sendist á netfangið logmadur@2f.is

Umsóknarfrestur er til 22. september. 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?