Qatar

Fréttir af skelfilegum aðbúnaði farandverkafólks hafa borist reglulega frá Katar allt frá því að ákveðið var að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta þar í landi. Þrátt fyrir harða gagnrýni á stjórnvöld í Katar og á yfirstjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) hækkar enn tala látinna. Nýleg umfjöllun breska dagsblaðsins The Guardian leiddi í ljós að fleiri en 6.500 farandverkamenn hafa látist við uppbyggingu mannvirkja og vegaframkvæmdir vegna mótsins. Það jafngildir því að tólf einstaklingar hafi látið lífið í hverri viku síðastliðin tíu ár. Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri því ekki hafa fengist tölur um dauðsföll verkafólks frá meðal annars Filippseyjum og Keníu.

Langir vinnudagar, ófullnægjandi öryggisbúnaður, næringarsnauður matur og þrúgandi hiti einkenna aðbúnað farandverkafólks og algengar dánarorsakir eru slys, hjartastopp og sjálfsvíg. Á bak við tölur yfir látna er enn stærri hópur fjölskyldna sem hafa misst ástvini og oft einu fyrirvinnuna.

Við upphaf framkvæmdanna spáði Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) því að um fjögur þúsund manns gætu misst lífið ef ekkert yrði að gert í að bæta aðbúnað farandverkafólks. Eftir því sem leið á framkvæmdirnar hækkaði spáin um mögulegan fjölda látinna, enda varð ljóst að ekki stóð til að grípa til viðeigandi aðgerða og að FIFA beitti áhrifum sínum aðeins í orði, en ekki á borði. Þrátt fyrir mikilvægar lagabreytingar sem náðust fyrir tilstilli þrýstings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ITUC og fleiri samtaka – þar sem innleidd voru lágmarkslaun og afnumin lagaákvæði sem gerðu farandverkafólk svo háð atvinnurekendum að því mátti líkja við þrælahald – er raunverulegur aðbúnaður farandverkafólks enn til háborinnar skammar.

Aðbúnaður verkafólks í Katar er ekki einsdæmi, það er gömul saga og ný að við uppbyggingu í aðdraganda íþróttaviðburða ríkir oft óreiða og af einhverjum ástæðum virðist þykja eðlilegt að telja fórnarkostnaðinn í mannslífum. En hversu margir farandverkamenn mega missa lífið til þess að fórnarkostnaðurinn sé talinn óásættanlegur?

Fótboltalandslið í Noregi, Hollandi og Þýskalandi hafa sýnt samstöðu með verkafólki í Katar en ekkert hefur heyrst frá knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi þrátt fyrir ítrekað ákall frá verkalýðshreyfingunni og mannréttindasamtökum og áralanga vitneskju um gróf mannréttindabrot.

Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda!

F.h. Miðstjórnar ASÍ,

Drífa Snædal, forseti ASÍ

 

 

rafmenntlogo banner

 

Stýringar - iðntölvur I
28. - 30. apríl
kl: 8:30 - 17:00

Viðfangsefni námskeiðsins er viðbót sem byggð er ofaná þá þekkingu á iðntölvum og búnaði sem nemendur hafa öðlast.

Ef langt er liði frá sveinsprófi er mælt með að þátttakendur taki undirbúningsnámskeiðið í PLC stýringum

Farið verður yfir gerð flæðirita við lausn stýriverkefna og færslu flæðirita í forrit. Þá er fjallað um stöðluð hliðræn merki og forritun þeirra, farið í reikniaðgerðir og forritun í tvíundarorðum. Flæðirit og forrit eru gerð eftir lýsingum, slegin inn og prófuð í iðntölvum tengdum hermum.

Einnig eru gerð flæðirit og forrit þar sem fram koma bæði stafræn og hliðræn merki og þau prófuð í iðntölvum tengdum hermum.

Skráning (smella hér)

ASI verdlagseftirlit rautt

 

 Á síðustu fimm mánuðum, frá því í byrjun nóvember 2020 þangað til í lok mars 2021 lækkaði vörukarfa ASÍ í sex verslunum af átta. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hún hækkaði mest í Nettó um 0,8 %. Vörukarfan endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Verð lækkar í meirihluta vöruflokkanna í flestum verslununum en grænmeti og ávextir lækka þó mest í verði.   

Vörukarfan lækkar mest í Heimkaup eða um 11,2%  
Mest lækkaði vörukarfan í Heimkaup á tímabilinu, 11,2% en miklar verðlækkanir eru í öllum vöruflokkum í versluninni, mest í flokki grænmetis og ávaxta en minnst á kjötvöru. Næst mest lækkaði verð í Kjörbúðinni 3,5% en þar á eftir kemur Hagkaup með 2,4% lækkun. Vörukarfan lækkaði um 1% í Iceland, 0,7% í Krónunni og 0,3% í Bónus. Vörukarfan hækkar hins vegar um um 0,8% í Nettó og vegur þar þyngst 10,7% verðhækkun á kjötvöru en kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveiflast mest í verði. Þá hækkaði vörukarfan um 0,1% í Krambúðinni. 

Af lágvöruverðsverslununum lækkar verð mest í Krónunni, 0,7%. Af öðrum verslunum sem teljast ekki til lágvöruverðsverslana og eru sumar hverjar með lengri opnunartíma og eru staðsettar á fleiri stöðum á landinu lækkar verð mest í Heimkaup, 11,2% og næst mest í Kjörbúðinni, 3,5%.

  

 

 

Um könnunina 
Vörukarfan var framkvæmd 2.- 9. nóvember 2020 og 20.- 30. mars 2021. 

Verðlagseftirlit ASÍ mælir breytingar á verði vörukörfu sem getur endurspeglað almenn innkaup meðalheimilis. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos, og safa. Við samsetningu vörukörfunnar voru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar sem notaðar eru til útreiknings á vísitölu neysluverðs. Vogirnar segja til um hversu stór hluti tilteknir vöruflokkar eru af neyslukörfu meðal heimilis. 

Verðbreytingar voru skoðaðar í eftirfarandi verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland, Heimkaup og Krambúðinni. 

Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna. Einnig er rétt að athuga að skoðuð eru þau verð sem eru í gildi í verslununum á hverjum tíma og geta tilboð á einstaka vöruliðum því haft áhrif á niðurstöðurnar. 

Óheimilt er að vitna í niðurstöðurnar í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

Verð lækkar í flestum vöruflokkum víðast hvar en verð á grænmeti og ávöxtum lækkar mest 
Grænmeti og ávextir er sá vöruflokkur sem lækkar mest í verði eða um 5,3% að meðaltali eða 2,4% ef Heimkaup er undanskilin en í þeirri verslun lækkar verð á grænmeti og ávöxtum um 25,2%. Verðlækkanir á grænmeti og ávöxtum eru á bilinu 0,5%- 25,2%. Kjötvara lækkar í verði í sex af átta verslunum, mest í Kjörbúðinni, 13,8% en minnst í Krambúðinni, 1,1%. Kjötvara hækkar í verði í Bónus, 1,8% en mest í Nettó, 10,7%. Svipaða sögu er að segja um mjólkurvörur sem lækka í verði í sex verslunum af átta. Verð á ýmissi matvöru sem samanstendur af þurrvöru og dósamat, fiski og fitu lækkar í sjö verslunum og verð á brauði- og kornvörum og hreinlætisvörum lækkar í fimm verslunum. 

Verð lækkaði í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup og í mörgum vöruflokkum má sjá miklar verðlækkanir. Mest lækkaði verð á grænmeti og ávöxtum, 25,2% og næst mest lækkaði verð á drykkjarvöru, 17,9%. Verð á brauði- og kornvöru lækkaði um 11,7% milli mælinga og mjólkurvara um um 9,6%. Minnst lækkaði verð á kjötvöru, 2,2% og næst minnst lækkaði verð á ýmissi matvöru, 2,9%.  

Í verðtöflunni hér að neðan má sjá verðhækkanir í einstaka vöruflokkum í verslunum. Ef ýtt er á heitið á vöruflokknum raðast verslanirnar eftir því í hvaða verslun viðkomandi vöruflokkur hækkaði mest/minnst.

 

 

 

 

ASI verdlagseftirlit rautt 

Í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og páskaeggjum sem gerð var 25. mars var Heimkaup oftast með lægsta verðið á matvöru, í 37 tilvikum en Bónus næst oftast, í 32 tilvikum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið, í 34 tilvikum en Iceland næst oftast, í 24 tilvikum. Mikill verðmunur var í öllum matvöruflokkum en í 37 tilvikum af 88 var yfir 40% munur á hæsta og lægsta verði á matvöru (dagvöru) í könnuninni en þar af var verðmunurinn yfir 60% í 23 tilvikum.

Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum í könnuninni, í 17 tilvikum en Hagkaup oftast með hæsta verðið í 21 tilviki. Algengast var að munur á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum væri 10-20%. Mestur munur á hæsta og lægsta verði var 37% munur á Góu hrauneggi nr. 4 en lægst var verðið í Bónus, 1.098 kr. en hæst í Hagkaup og Iceland, 1.499 kr.

Allt að 37% verðmunur á páskaeggjum
Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum, í 17 tilvikum af 23 en Hagkaup oftast með það hæsta, í 21 tilviki. Krónan var í mörgum tilfellum nálægt Bónus í verði og munaði oft einungis 1 kr. á verði þó dæmi væru um meiri verðmun á páskaeggjum milli verslananna. Algengast var að munur á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum í könnunum væri 10-20% eða í 15 tilvikum af 23. Í 5 tilvikum var innan við 10% munur á hæsta og lægsta verði, í tveimur tilvikum var 20-30% munur. 

Mesti munur á hæsta og lægsta verði af páskaeggjum var á Góu Páskaeggi nr. 4, 37%. Lægst var verðið í Bónus, 1.098 kr. en hæst í Iceland og Hagkaupum, 1.499 kr.  Í krónum talið var mestur munur á Nóa Siríus konfekt páskaeggi, 581 kr. en lægsta verðið var í Heimkaup, 2.907 kr. og hæsta verðið í Fjarðarkaupum, 3.488 kr.

 

 

 

 

77% verðmunur á ýsuflökum
Heimkaup var oftast með lægsta verðið á matvöru og annarri heimilisvöru, í 37 tilvikum og Bónus næst oftast, í 33 tilvikum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í 34 tilvikum, Iceland næst oftast, í 24 tilvikum, Fjarðarkaup í 18 og Kjörbúðin í 18 tilvikum. Algengast var að munur á hæsta og lægsta verði á matvöru (dagvöru) væri undir 20% eða í 26 tilfellum af 89. Í 23 tilvikum var 20-40% munur á hæsta og lægsta verði, í 14 tilvikum 40-60% og í 23 tilvikum yfir 60% verðmunur.

Kjöt- og mjólkurvörur eru mikið keyptar auk þess að vera nokkuð dýrar vörur en í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í þessum vöruflokkum. Þannig var 40% munur var á kílóverði af stóru stykki af góðosti, lægst var verðið í Nettó og Iceland, 1.399 kr. kg. en hæst í Fjarðarkaupum, 1.952 kr. Þá var 47% eða 604 kr. munur var á hæsta og lægsta kílóverði af ókrydduðu frosnu lambalæri. lægst var verðið í Bónus og Iceland, 1.298 kr. en hæst í Hagkaup, 1.899 kr. Einnig var mikill verðmunur á fiski en  77% munur var á hæsta og lægsta verði á frosnum, beinlausum ýsuflökum. Lægst var verðið í Bónus, 1.298 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 2.292 kr.

66% munur á hæsta og lægsta verði á hálfu samlokubrauði
Mikill verðmunur var í ýmsum öðrum vöruflokkum eins og brauðmeti, kexi og morgunkorni og hreinlætisvörum. Í flokki brauðmetis var yfirleitt yfir 40% munur á hæsta og lægsta verði. Sem dæmi má nefna 66% mun á hæsta og lægsta verði af hálfu samlokubrauði frá Myllunni. Lægst var verðið í Heimkaup, 265 kr. en hæst í Iceland, 439 kr. 70%. Þá var 69% munur á hæsta og lægsta verði af skúffukökumöffins frá Kexsmiðjunni, lægst var verðið í Fjarðarkaupum, 643 kr. en hæst var verðið í Iceland, 1.089 kr. 

Dæmi um mikinn verðmun á hreinlætisvörum er 130% munur á hæsta og lægsta kílóverði af Ariel þvottadufti og 128% á stykkjaverði af Finish Powerball uppþvottatöflum. Einnig var mikill verðmunur á ýmissi þurrvöru og dósamat en 90% munur var á hæsta og lægsta verði af Dan sukker púðursykri. Lægst var verðið í Heimkaup, 147 kr. en hæst í Iceland, 279 kr.

 

 

 

 

Um könnunina
Í könnuninni var hilluverð á 112 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Flatahrauni, Krónunni Flatahrauni, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

Rettlat umskipti 1300x400

Réttlát umskipti í átt að kolefnishlutlausri framtíð er brýnasta umhverfis-, samfélags og efnahagsmál samtímans. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti.

Miklar kerfisbreytingar eru óumflýjanlegar ætli Ísland og önnur ríki heims að ná markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Bandalögin þrjú kalla eftir því að þær breytingar fari fram á forsendum réttlátra umskipta og að bæði kostnaði og ábata við þær verði deilt með sanngjörnum hætti.

Niðurstöður skýrsluhöfunda verða kynntar á veffundi fimmtudaginn 18. mars næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 11 og áætlað er að hann muni standa í um 45 mínútur.

Dagskrá fundarins:

  1. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og einn skýrsluhöfunda, fer yfir efni skýrslunnar
  2. Drífa Snædal forseti ASÍ
  3. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
  4. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM
  5. Spurningar og umræður

Við bendum á Facebook-viðburð sem settur hefur verið upp fyrir fundinn og hvetjum alla til að skrá sig til leiks þar og taka svo þátt í fundinum.

rafidnadarsambandid rautt

 

 

 

 

Fögnum alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag 8. mars. Enn er verk að vinna í jafnréttismálum ekki síst á tímum heimsfaraldurs.  

Við höldum daginn hátíðlegan á Íslandi en þó með öðru sniði en verið hefur.  Í tilefni dagsins bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til rafræns hádegisfundar 8. mars frá kl. 12:00–13:00. Yfirskrift fundarins er Konur í kafi - kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs.

Við hvetjum alla til að láta sig jafnréttismál varða og taka þátt.

Fundur er túlkaður á ensku.

 Slóð á viðburð: https://us02web.zoom.us/j/85277321283

 Dagskrá:

  "Bakslag eða afhúpun: Heimilislíf og jafnrétti í fyrstu bylgju Covid frá sjónarhóli mæðra." Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við HA, og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við menntavísindasvið HÍ.

 "Framlínukonur á tímum Covid." Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.

 "Spritta, tengjast, vinna." Donata Honkowicz-Bukowska, grunnskólakennari og kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með íslensku sem annað mál.

 Umræður

Fundarstjóri er Drífa Snædal, forseti ASÍ.

Viðburðurinn verður tekinn upp og aðgengilegur fljótlega eftir fundinn.

 

Alcoa

Úrslit úr kosningum AFLS og RSÍ vegna vinnustaðasamnings við

ALCOA Fjarðaál sem undirritaður var 4. Febrúar 2021.

Atkvæðagreiðsla var rafræn og stóð frá 16. Febrúar 2021 kl. 12:00 til 1. Mars 2021 kl. 12:00

Úrslit voru eftirfarandi.

• Já 310 eða 93,66%

• Nei 15 eða 4,53%

• Auð og ógild voru 6 eða 1,81%

Á kjörskrá voru 457 þar sem 331 greiddu atkvæði og kjörsókn því 72,43%

Samningurinn telst því samþykktur.


F.h. sameiginlegrar kjörstjórnar AFLs og RSÍ

Garðar Valur Hallfreðsson

Framkvæmdastjóri Austurnets

orlofslog

Orlofshús Byrjar  Endar Punktastaða
Akureyri -  Kristjánshagi 2, íbúð nr 105 18/06/2021 25/06/2021 234
Akureyri -  Kristjánshagi 2, íbúð nr 105 23/07/2021 30/07/2021 381
Akureyri -  Kristjánshagi 2, íbúð nr 105 11/06/2021 18/06/2021 179
Akureyri -  Kristjánshagi 2, íbúð nr 105  06/08/2021 13/08/2021 299
Akureyri -  Kristjánshagi 2, íbúð nr 105  09/07/2021 16/07/2021 342
Akureyri -  Kristjánshagi 2, íbúð nr 105 25/06/2021  02/07/2021 342
Akureyri -  Kristjánshagi 2, íbúð nr 105 20/08/2021 27/08/2021 281
Akureyri -  Kristjánshagi 2, íbúð nr 105 16/07/2021 23/07/2021 274
Akureyri -  Kristjánshagi 2, íbúð nr 105 30/07/2021  06/08/2021 285
Akureyri -  Kristjánshagi 2, íbúð nr 105  02/07/2021  09/07/2021 235
Akureyri - Furulundur 8L 30/07/2021  06/08/2021 -20
Akureyri - Furulundur 8L  02/07/2021  09/07/2021 115
Akureyri - Furulundur 8L 23/07/2021 30/07/2021 147
Akureyri - Furulundur 8L 25/06/2021  02/07/2021 278
Akureyri - Furulundur 8L  09/07/2021 16/07/2021 -20
Akureyri - Furulundur 8L 16/07/2021 23/07/2021 136
Akureyri - Furulundur 8P 11/06/2021 18/06/2021 111
Akureyri - Furulundur 8P 16/07/2021 23/07/2021 266
Akureyri - Furulundur 8P 25/06/2021  02/07/2021 360
Akureyri - Furulundur 8P  06/08/2021 13/08/2021 111
Akureyri - Furulundur 8P 30/07/2021  06/08/2021 125
Akureyri - Furulundur 8P  09/07/2021 16/07/2021 101
Akureyri - Furulundur 8P 18/06/2021 25/06/2021 167
Akureyri - Furulundur 8P 23/07/2021 30/07/2021 243
Akureyri - Furulundur 8P 13/08/2021 20/08/2021 177
Akureyri - Furulundur 8P  02/07/2021  09/07/2021 251
Akureyri - Furulundur 8T  06/08/2021 13/08/2021 93
Akureyri - Furulundur 8T 23/07/2021 30/07/2021 165
Akureyri - Furulundur 8T  02/07/2021  09/07/2021 179
Akureyri - Furulundur 8T 25/06/2021  02/07/2021 281
Akureyri - Furulundur 8T 11/06/2021 18/06/2021 99
Akureyri - Furulundur 8T  09/07/2021 16/07/2021 95
Akureyri - Furulundur 8T 30/07/2021  06/08/2021 106
Akureyri - Furulundur 8T 18/06/2021 25/06/2021 47
Akureyri - Furulundur 8T 16/07/2021 23/07/2021 211
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 107 16/07/2021 23/07/2021 248
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 107 11/06/2021 18/06/2021 129
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 107  02/07/2021  09/07/2021 194
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 107  09/07/2021 16/07/2021 279
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 107 25/06/2021  02/07/2021 336
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 107  06/08/2021 13/08/2021 281
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 107 23/07/2021 30/07/2021 320
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 107 30/07/2021  06/08/2021 258
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 107 18/06/2021 25/06/2021 147
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206 25/06/2021  02/07/2021 467
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206  04/06/2021 11/06/2021 86
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206 20/08/2021 27/08/2021 -105
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206 13/08/2021 20/08/2021 395
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206 30/07/2021  06/08/2021 271
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206  09/07/2021 16/07/2021 359
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206 23/07/2021 30/07/2021 180
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206 18/06/2021 25/06/2021 349
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206 11/06/2021 18/06/2021 233
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206  06/08/2021 13/08/2021 455
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206  02/07/2021  09/07/2021 501
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 206 16/07/2021 23/07/2021 291
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207  28/05/2021  04/06/2021 303
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207   02/07/2021  09/07/2021 270
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207  11/06/2021 18/06/2021 331
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207  23/07/2021 30/07/2021 452
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207  25/06/2021  02/07/2021 372
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207  18/06/2021 25/06/2021 388
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207   06/08/2021 13/08/2021 413
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207  30/07/2021  06/08/2021 311
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207   09/07/2021 16/07/2021 371
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207  20/08/2021 27/08/2021 307
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 207  16/07/2021 23/07/2021 285
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 208  06/08/2021 13/08/2021 243
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 208 18/06/2021 25/06/2021 104
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 208 25/06/2021  02/07/2021 303
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 208  02/07/2021  09/07/2021 189
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 208 30/07/2021  06/08/2021 248
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 208 11/06/2021 18/06/2021 113
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 208 16/07/2021 23/07/2021 232
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 208 23/07/2021 30/07/2021 308
Akureyri - Kristjánshagi 2, íbúð nr 208  09/07/2021 16/07/2021 272
Akureyri-Furulundur 8K 25/06/2021  02/07/2021 279
Akureyri-Furulundur 8K 23/07/2021 30/07/2021 164
Akureyri-Furulundur 8K  02/07/2021  09/07/2021 162
Akureyri-Furulundur 8K 16/07/2021 23/07/2021 181
Akureyri-Furulundur 8K  09/07/2021 16/07/2021 -7
Akureyri-Furulundur 8K 30/07/2021  06/08/2021 -2
Akureyri-Furulundur 8N 11/06/2021 18/06/2021 134
Akureyri-Furulundur 8N 25/06/2021  02/07/2021 422
Akureyri-Furulundur 8N 28/05/2021  04/06/2021 124
Akureyri-Furulundur 8N  06/08/2021 13/08/2021 177
Akureyri-Furulundur 8N  09/07/2021 16/07/2021 244
Akureyri-Furulundur 8N 30/07/2021  06/08/2021 439
Akureyri-Furulundur 8N 18/06/2021 25/06/2021 213
Akureyri-Furulundur 8N  04/06/2021 11/06/2021 287
Akureyri-Furulundur 8N  02/07/2021  09/07/2021 288
Akureyri-Furulundur 8N 16/07/2021 23/07/2021 222
Akureyri-Furulundur 8N 23/07/2021 30/07/2021 267
Einarsstaðir 13  09/07/2021 16/07/2021 387
Einarsstaðir 13 25/06/2021  02/07/2021 355
Einarsstaðir 13  06/08/2021 13/08/2021 407
Einarsstaðir 13  02/07/2021  09/07/2021 460
Einarsstaðir 13  04/06/2021 11/06/2021 342
Einarsstaðir 13 20/08/2021 27/08/2021 319
Einarsstaðir 13 18/06/2021 25/06/2021 320
Einarsstaðir 13 11/06/2021 18/06/2021 324
Einarsstaðir 13 30/07/2021  06/08/2021 339
Einarsstaðir 13 16/07/2021 23/07/2021 363
Einarsstaðir 13 23/07/2021 30/07/2021 340
Einarsstaðir 13 13/08/2021 20/08/2021 373
Einarsstaðir 4 23/07/2021 30/07/2021 336
Einarsstaðir 4  06/08/2021 13/08/2021 392
Einarsstaðir 4  09/07/2021 16/07/2021 357
Einarsstaðir 4 16/07/2021 23/07/2021 360
Einarsstaðir 4 18/06/2021 25/06/2021 272
Einarsstaðir 4  02/07/2021  09/07/2021 452
Einarsstaðir 4  04/06/2021 11/06/2021 311
Einarsstaðir 4 20/08/2021 27/08/2021 140
Einarsstaðir 4 13/08/2021 20/08/2021 259
Einarsstaðir 4 25/06/2021  02/07/2021 272
Einarsstaðir 4 11/06/2021 18/06/2021 300
Einarsstaðir 4 30/07/2021  06/08/2021 281
Flókalundur Vatnsfirði  11/06/2021 18/06/2021 207
Flókalundur Vatnsfirði  30/07/2021  06/08/2021 301
Flókalundur Vatnsfirði  28/05/2021  04/06/2021 74
Flókalundur Vatnsfirði  23/07/2021 30/07/2021 192
Flókalundur Vatnsfirði  20/08/2021 27/08/2021 382
Flókalundur Vatnsfirði   09/07/2021 16/07/2021 355
Flókalundur Vatnsfirði  16/07/2021 23/07/2021 376
Flókalundur Vatnsfirði   04/06/2021 11/06/2021 57
Flókalundur Vatnsfirði   02/07/2021  09/07/2021 348
Flókalundur Vatnsfirði  25/06/2021  02/07/2021 430
Flókalundur Vatnsfirði  13/08/2021 20/08/2021 375
Flókalundur Vatnsfirði  18/06/2021 25/06/2021 207
Flókalundur Vatnsfirði   06/08/2021 13/08/2021 439
Illugastaðir nr. 10  02/07/2021  09/07/2021 234
Illugastaðir nr. 10  04/06/2021 11/06/2021 123
Illugastaðir nr. 10 23/07/2021 30/07/2021 199
Illugastaðir nr. 10  09/07/2021 16/07/2021 256
Illugastaðir nr. 10 20/08/2021 27/08/2021 -88
Illugastaðir nr. 10 18/06/2021 25/06/2021 221
Illugastaðir nr. 10 30/07/2021  06/08/2021 276
Illugastaðir nr. 10 13/08/2021 20/08/2021 163
Illugastaðir nr. 10  06/08/2021 13/08/2021 188
Illugastaðir nr. 10 16/07/2021 23/07/2021 441
Illugastaðir nr. 10 11/06/2021 18/06/2021 160
Illugastaðir nr. 10 25/06/2021  02/07/2021 310
Illugastaðir nr. 3   02/07/2021  09/07/2021 233
Illugastaðir nr. 3  25/06/2021  02/07/2021 175
Illugastaðir nr. 3  20/08/2021 27/08/2021 64
Illugastaðir nr. 3  16/07/2021 23/07/2021 262
Illugastaðir nr. 3  30/07/2021  06/08/2021 193
Illugastaðir nr. 3   09/07/2021 16/07/2021 178
Illugastaðir nr. 3  23/07/2021 30/07/2021 237
Illugastaðir nr. 3  18/06/2021 25/06/2021 101
Illugastaðir nr. 3   06/08/2021 13/08/2021 283
Kirkjubæjarklaustur B  06/08/2021 13/08/2021 236
Kirkjubæjarklaustur B  02/07/2021  09/07/2021 267
Kirkjubæjarklaustur B 30/07/2021  06/08/2021 128
Kirkjubæjarklaustur B 16/07/2021 23/07/2021 252
Kirkjubæjarklaustur B  09/07/2021 16/07/2021 308
Kirkjubæjarklaustur B 23/07/2021 30/07/2021 291
Kirkjubæjarklaustur B 25/06/2021  02/07/2021 212
Kirkjubæjarklaustur B 11/06/2021 18/06/2021 202
Kirkjubæjarklaustur B 18/06/2021 25/06/2021 70
Klifabotn , Lónssveit 23/07/2021 30/07/2021 330
Klifabotn , Lónssveit  06/08/2021 13/08/2021 192
Klifabotn , Lónssveit 30/07/2021  06/08/2021 165
Klifabotn , Lónssveit  02/07/2021  09/07/2021 307
Klifabotn , Lónssveit 25/06/2021  02/07/2021 122
Klifabotn , Lónssveit 18/06/2021 25/06/2021 224
Klifabotn , Lónssveit  09/07/2021 16/07/2021 241
Klifabotn , Lónssveit 16/07/2021 23/07/2021 458
Klifabotn , Lónssveit 13/08/2021 20/08/2021 238
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1)  09/07/2021 16/07/2021 254
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1) 13/08/2021 20/08/2021 123
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1) 30/07/2021  06/08/2021 301
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1)  04/06/2021 11/06/2021 79
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1) 25/06/2021  02/07/2021 289
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1)  06/08/2021 13/08/2021 104
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1) 11/06/2021 18/06/2021 345
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1) 20/08/2021 27/08/2021 113
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1) 16/07/2021 23/07/2021 208
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1) 23/07/2021 30/07/2021 221
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1) 18/06/2021 25/06/2021 267
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1) 28/05/2021  04/06/2021 251
Miðdalur - Gutenberg (Hús nr. 1)  02/07/2021  09/07/2021 243
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2) 23/07/2021 30/07/2021 199
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2)  06/08/2021 13/08/2021 391
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2)  04/06/2021 11/06/2021 192
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2) 16/07/2021 23/07/2021 250
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2) 18/06/2021 25/06/2021 399
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2) 30/07/2021  06/08/2021 326
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2) 25/06/2021  02/07/2021 208
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2) 13/08/2021 20/08/2021 270
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2)  09/07/2021 16/07/2021 423
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2) 11/06/2021 18/06/2021 407
Miðdalur - Leturberg (Hús nr 2)  02/07/2021  09/07/2021 270
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7) 30/07/2021  06/08/2021 286
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7) 11/06/2021 18/06/2021 38
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7)  09/07/2021 16/07/2021 256
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7)  04/06/2021 11/06/2021 285
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7) 23/07/2021 30/07/2021 216
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7) 13/08/2021 20/08/2021 148
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7) 18/06/2021 25/06/2021 284
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7) 25/06/2021  02/07/2021 273
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7)  02/07/2021  09/07/2021 238
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7)  06/08/2021 13/08/2021 252
Miðdalur - Litaberg (Hús nr. 7) 16/07/2021 23/07/2021 291
Miðdalur - Rúnaberg 11/06/2021 18/06/2021 399
Miðdalur - Rúnaberg 18/06/2021 25/06/2021 411
Miðdalur - Rúnaberg  02/07/2021  09/07/2021 403
Miðdalur - Rúnaberg 30/07/2021  06/08/2021 484
Miðdalur - Rúnaberg 28/05/2021  04/06/2021 350
Miðdalur - Rúnaberg 13/08/2021 20/08/2021 134
Miðdalur - Rúnaberg  09/07/2021 16/07/2021 270
Miðdalur - Rúnaberg 16/07/2021 23/07/2021 282
Miðdalur - Rúnaberg 23/07/2021 30/07/2021 268
Miðdalur - Rúnaberg 20/08/2021 27/08/2021 394
Miðdalur - Rúnaberg  06/08/2021 13/08/2021 422
Miðdalur - Rúnaberg  04/06/2021 11/06/2021 252
Miðdalur - Rúnaberg 25/06/2021  02/07/2021 311
Ölfusborgir 13  09/07/2021 16/07/2021 149
Ölfusborgir 13 23/07/2021 30/07/2021 121
Ölfusborgir 13 25/06/2021  02/07/2021 94
Ölfusborgir 13 11/06/2021 18/06/2021 52
Ölfusborgir 13 30/07/2021  06/08/2021 104
Ölfusborgir 13  02/07/2021  09/07/2021 109
Ölfusborgir 13 20/08/2021 27/08/2021 65
Ölfusborgir 13 18/06/2021 25/06/2021 57
Ölfusborgir 13 28/05/2021  04/06/2021 177
Ölfusborgir 13  06/08/2021 13/08/2021 117
Ölfusborgir 13  04/06/2021 11/06/2021 108
Ölfusborgir 13 16/07/2021 23/07/2021 212
Ölfusborgir 16 28/05/2021  04/06/2021 199
Ölfusborgir 16 23/07/2021 30/07/2021 178
Ölfusborgir 16  09/07/2021 16/07/2021 177
Ölfusborgir 16 30/07/2021  06/08/2021 192
Ölfusborgir 16  02/07/2021  09/07/2021 127
Ölfusborgir 16 16/07/2021 23/07/2021 320
Ölfusborgir 16  04/06/2021 11/06/2021 142
Ölfusborgir 16 11/06/2021 18/06/2021 96
Ölfusborgir 16 13/08/2021 20/08/2021 4
Ölfusborgir 16 18/06/2021 25/06/2021 182
Ölfusborgir 16  06/08/2021 13/08/2021 185
Ölfusborgir 16 20/08/2021 27/08/2021 98
Ölfusborgir 16 25/06/2021  02/07/2021 216
Skógarnes nr 1 30/07/2021  06/08/2021 178
Skógarnes nr 1 11/06/2021 18/06/2021 116
Skógarnes nr 1 18/06/2021 25/06/2021 97
Skógarnes nr 1 13/08/2021 20/08/2021 122
Skógarnes nr 1  09/07/2021 16/07/2021 176
Skógarnes nr 1  04/06/2021 11/06/2021 4
Skógarnes nr 1  06/08/2021 13/08/2021 93
Skógarnes nr 1  02/07/2021  09/07/2021 176
Skógarnes nr 1 23/07/2021 30/07/2021 152
Skógarnes nr 1 16/07/2021 23/07/2021 166
Skógarnes nr 1 25/06/2021  02/07/2021 133
Skógarnes nr 10 28/05/2021  04/06/2021 148
Skógarnes nr 10 18/06/2021 25/06/2021 243
Skógarnes nr 10  06/08/2021 13/08/2021 326
Skógarnes nr 10  02/07/2021  09/07/2021 335
Skógarnes nr 10 23/07/2021 30/07/2021 268
Skógarnes nr 10 20/08/2021 27/08/2021 115
Skógarnes nr 10 25/06/2021  02/07/2021 332
Skógarnes nr 10 13/08/2021 20/08/2021 185
Skógarnes nr 10  09/07/2021 16/07/2021 266
Skógarnes nr 10  04/06/2021 11/06/2021 156
Skógarnes nr 10 16/07/2021 23/07/2021 356
Skógarnes nr 10 30/07/2021  06/08/2021 393
Skógarnes nr 10 11/06/2021 18/06/2021 214
Skógarnes nr 11  04/06/2021 11/06/2021 209
Skógarnes nr 11  09/07/2021 16/07/2021 278
Skógarnes nr 11 30/07/2021  06/08/2021 400
Skógarnes nr 11 13/08/2021 20/08/2021 376
Skógarnes nr 11 23/07/2021 30/07/2021 433
Skógarnes nr 11 18/06/2021 25/06/2021 411
Skógarnes nr 11 25/06/2021  02/07/2021 457
Skógarnes nr 11  02/07/2021  09/07/2021 375
Skógarnes nr 11  06/08/2021 13/08/2021 415
Skógarnes nr 11 28/05/2021  04/06/2021 269
Skógarnes nr 11 16/07/2021 23/07/2021 393
Skógarnes nr 11 11/06/2021 18/06/2021 300
Skógarnes nr 11 20/08/2021 27/08/2021 133
Skógarnes nr 12 16/07/2021 23/07/2021 291
Skógarnes nr 12 20/08/2021 27/08/2021 105
Skógarnes nr 12 28/05/2021  04/06/2021 113
Skógarnes nr 12  02/07/2021  09/07/2021 282
Skógarnes nr 12  09/07/2021 16/07/2021 379
Skógarnes nr 12 18/06/2021 25/06/2021 179
Skógarnes nr 12 25/06/2021  02/07/2021 240
Skógarnes nr 12 30/07/2021  06/08/2021 298
Skógarnes nr 12 13/08/2021 20/08/2021 235
Skógarnes nr 12  06/08/2021 13/08/2021 189
Skógarnes nr 12 23/07/2021 30/07/2021 280
Skógarnes nr 12  04/06/2021 11/06/2021 85
Skógarnes nr 12 11/06/2021 18/06/2021 197
Skógarnes nr 13  06/08/2021 13/08/2021 241
Skógarnes nr 13 30/07/2021  06/08/2021 302
Skógarnes nr 13 28/05/2021  04/06/2021 142
Skógarnes nr 13  02/07/2021  09/07/2021 341
Skógarnes nr 13 16/07/2021 23/07/2021 302
Skógarnes nr 13 18/06/2021 25/06/2021 246
Skógarnes nr 13 23/07/2021 30/07/2021 291
Skógarnes nr 13  04/06/2021 11/06/2021 101
Skógarnes nr 13  09/07/2021 16/07/2021 386
Skógarnes nr 13 11/06/2021 18/06/2021 266
Skógarnes nr 13 25/06/2021  02/07/2021 259
Skógarnes nr 13 13/08/2021 20/08/2021 237
Skógarnes nr 13 20/08/2021 27/08/2021 162
Skógarnes nr 14 13/08/2021 20/08/2021 333
Skógarnes nr 14 20/08/2021 27/08/2021 169
Skógarnes nr 14 11/06/2021 18/06/2021 326
Skógarnes nr 14  02/07/2021  09/07/2021 426
Skógarnes nr 14  04/06/2021 11/06/2021 118
Skógarnes nr 14  06/08/2021 13/08/2021 358
Skógarnes nr 14 25/06/2021  02/07/2021 300
Skógarnes nr 14 16/07/2021 23/07/2021 350
Skógarnes nr 14 30/07/2021  06/08/2021 342
Skógarnes nr 14 23/07/2021 30/07/2021 334
Skógarnes nr 14  09/07/2021 16/07/2021 407
Skógarnes nr 14 18/06/2021 25/06/2021 266
Skógarnes nr 14 28/05/2021  04/06/2021 445
Skógarnes nr 2 25/06/2021  02/07/2021 169
Skógarnes nr 2  09/07/2021 16/07/2021 186
Skógarnes nr 2 11/06/2021 18/06/2021 125
Skógarnes nr 2  04/06/2021 11/06/2021 59
Skógarnes nr 2 13/08/2021 20/08/2021 161
Skógarnes nr 2 23/07/2021 30/07/2021 159
Skógarnes nr 2 18/06/2021 25/06/2021 114
Skógarnes nr 2  06/08/2021 13/08/2021 97
Skógarnes nr 2  02/07/2021  09/07/2021 178
Skógarnes nr 2 16/07/2021 23/07/2021 197
Skógarnes nr 2 30/07/2021  06/08/2021 195
Skógarnes nr 5 13/08/2021 20/08/2021 149
Skógarnes nr 5 11/06/2021 18/06/2021 141
Skógarnes nr 5 25/06/2021  02/07/2021 223
Skógarnes nr 5  02/07/2021  09/07/2021 290
Skógarnes nr 5 16/07/2021 23/07/2021 226
Skógarnes nr 5  04/06/2021 11/06/2021 118
Skógarnes nr 5 23/07/2021 30/07/2021 231
Skógarnes nr 5 18/06/2021 25/06/2021 163
Skógarnes nr 5  06/08/2021 13/08/2021 189
Skógarnes nr 5  09/07/2021 16/07/2021 194
Skógarnes nr 5 30/07/2021  06/08/2021 275
Skógarnes nr 5 20/08/2021 27/08/2021 43
Skógarnes nr 6 30/07/2021  06/08/2021 288
Skógarnes nr 6 25/06/2021  02/07/2021 233
Skógarnes nr 6 11/06/2021 18/06/2021 153
Skógarnes nr 6  09/07/2021 16/07/2021 195
Skógarnes nr 6 18/06/2021 25/06/2021 205
Skógarnes nr 6 20/08/2021 27/08/2021 52
Skógarnes nr 6  02/07/2021  09/07/2021 295
Skógarnes nr 6 23/07/2021 30/07/2021 241
Skógarnes nr 6 16/07/2021 23/07/2021 232
Skógarnes nr 6  06/08/2021 13/08/2021 224
Skógarnes nr 6  04/06/2021 11/06/2021 133
Skógarnes nr 7 20/08/2021 27/08/2021 53
Skógarnes nr 7  02/07/2021  09/07/2021 309
Skógarnes nr 7 11/06/2021 18/06/2021 157
Skógarnes nr 7 16/07/2021 23/07/2021 233
Skógarnes nr 7 30/07/2021  06/08/2021 294
Skógarnes nr 7 23/07/2021 30/07/2021 245
Skógarnes nr 7  09/07/2021 16/07/2021 197
Skógarnes nr 7  06/08/2021 13/08/2021 232
Skógarnes nr 7  04/06/2021 11/06/2021 149
Skógarnes nr 7 25/06/2021  02/07/2021 240
Skógarnes nr 7 18/06/2021 25/06/2021 207
Skógarnes nr 8 23/07/2021 30/07/2021 245
Skógarnes nr 8 16/07/2021 23/07/2021 344
Skógarnes nr 8 18/06/2021 25/06/2021 228
Skógarnes nr 8 28/05/2021  04/06/2021 66
Skógarnes nr 8  06/08/2021 13/08/2021 240
Skógarnes nr 8  02/07/2021  09/07/2021 324
Skógarnes nr 8 20/08/2021 27/08/2021 55
Skógarnes nr 8  04/06/2021 11/06/2021 154
Skógarnes nr 8 11/06/2021 18/06/2021 159
Skógarnes nr 8 25/06/2021  02/07/2021 246
Skógarnes nr 8  09/07/2021 16/07/2021 203
Skógarnes nr 8 30/07/2021  06/08/2021 295
Skógarnes nr 8 13/08/2021 20/08/2021 169
Skógarnes nr 9 20/08/2021 27/08/2021 74
Skógarnes nr 9 13/08/2021 20/08/2021 178
Skógarnes nr 9 11/06/2021 18/06/2021 188
Skógarnes nr 9 23/07/2021 30/07/2021 254
Skógarnes nr 9 25/06/2021  02/07/2021 259
Skógarnes nr 9  02/07/2021  09/07/2021 327
Skógarnes nr 9 16/07/2021 23/07/2021 345
Skógarnes nr 9 18/06/2021 25/06/2021 232
Skógarnes nr 9 30/07/2021  06/08/2021 352
Skógarnes nr 9  09/07/2021 16/07/2021 233
Skógarnes nr 9  06/08/2021 13/08/2021 263
Skógarnes nr. 3  09/07/2021 16/07/2021 214
Skógarnes nr. 3  06/08/2021 13/08/2021 103
Skógarnes nr. 3 18/06/2021 25/06/2021 126
Skógarnes nr. 3  04/06/2021 11/06/2021 77
Skógarnes nr. 3 13/08/2021 20/08/2021 222
Skógarnes nr. 3 16/07/2021 23/07/2021 289
Skógarnes nr. 3  02/07/2021  09/07/2021 223
Skógarnes nr. 3 25/06/2021  02/07/2021 172
Skógarnes nr. 3 30/07/2021  06/08/2021 242
Skógarnes nr. 3 11/06/2021 18/06/2021 137
Skógarnes nr. 3 23/07/2021 30/07/2021 175
Skógarnes nr. 3 28/05/2021  04/06/2021 113
Skógarnes nr.4  09/07/2021 16/07/2021 290
Skógarnes nr.4 11/06/2021 18/06/2021 156
Skógarnes nr.4 18/06/2021 25/06/2021 277
Skógarnes nr.4 23/07/2021 30/07/2021 177
Skógarnes nr.4 28/05/2021  04/06/2021 329
Skógarnes nr.4  04/06/2021 11/06/2021 87
Skógarnes nr.4  02/07/2021  09/07/2021 258
Skógarnes nr.4 16/07/2021 23/07/2021 401
Skógarnes nr.4  06/08/2021 13/08/2021 113
Skógarnes nr.4 30/07/2021  06/08/2021 273
Skógarnes nr.4 25/06/2021  02/07/2021 356
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið  02/07/2021  09/07/2021 356
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið 16/07/2021 23/07/2021 465
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið 20/08/2021 27/08/2021 411
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið  04/06/2021 11/06/2021 141
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið 18/06/2021 25/06/2021 216
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið  09/07/2021 16/07/2021 391
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið 25/06/2021  02/07/2021 179
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið 30/07/2021  06/08/2021 359
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið 23/07/2021 30/07/2021 433
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið 28/05/2021  04/06/2021 113
Skógarnes v.Apavatn stóra húsið 11/06/2021 18/06/2021 252
Stykkishólmur - Skúlagata 23 28/05/2021  04/06/2021 -5
Stykkishólmur - Skúlagata 23 18/06/2021 25/06/2021 471
Stykkishólmur - Skúlagata 23  04/06/2021 11/06/2021 242
Stykkishólmur - Skúlagata 23 23/07/2021 30/07/2021 409
Stykkishólmur - Skúlagata 23  06/08/2021 13/08/2021 276
Stykkishólmur - Skúlagata 23 20/08/2021 27/08/2021 331
Stykkishólmur - Skúlagata 23 11/06/2021 18/06/2021 220
Stykkishólmur - Skúlagata 23 30/07/2021  06/08/2021 276
Stykkishólmur - Skúlagata 23 16/07/2021 23/07/2021 426
Stykkishólmur - Skúlagata 23  09/07/2021 16/07/2021 431
Stykkishólmur - Skúlagata 23 25/06/2021  02/07/2021 406
Svignaskarð nr.3 20/08/2021 27/08/2021 -17
Svignaskarð nr.3 30/07/2021  06/08/2021 254
Svignaskarð nr.3 18/06/2021 25/06/2021 216
Svignaskarð nr.3 23/07/2021 30/07/2021 358
Svignaskarð nr.3 16/07/2021 23/07/2021 216
Svignaskarð nr.3 11/06/2021 18/06/2021 108
Svignaskarð nr.3 25/06/2021  02/07/2021 240
Svignaskarð nr.3  06/08/2021 13/08/2021 133
Svignaskarð nr.3  02/07/2021  09/07/2021 215
Svignaskarð nr.3 28/05/2021  04/06/2021 46
Svignaskarð nr.3 13/08/2021 20/08/2021 93
Svignaskarð nr.3  09/07/2021 16/07/2021 192
Svignaskarð nr.4 25/06/2021  02/07/2021 281
Svignaskarð nr.4 20/08/2021 27/08/2021 90
Svignaskarð nr.4 28/05/2021  04/06/2021 224
Svignaskarð nr.4 16/07/2021 23/07/2021 223
Svignaskarð nr.4 23/07/2021 30/07/2021 365
Svignaskarð nr.4 13/08/2021 20/08/2021 227
Svignaskarð nr.4 11/06/2021 18/06/2021 183
Svignaskarð nr.4  09/07/2021 16/07/2021 192
Svignaskarð nr.4 30/07/2021  06/08/2021 264
Svignaskarð nr.4 18/06/2021 25/06/2021 279
Svignaskarð nr.4  02/07/2021  09/07/2021 329
Svignaskarð nr.4  06/08/2021 13/08/2021 169
Vaglaskógur 16/07/2021 23/07/2021 484
Vaglaskógur  04/06/2021 11/06/2021 395
Vaglaskógur 28/05/2021  04/06/2021 288
Vaglaskógur 23/07/2021 30/07/2021 429
Vaglaskógur 13/08/2021 20/08/2021 293
Vaglaskógur 25/06/2021  02/07/2021 421
Vaglaskógur  09/07/2021 16/07/2021 407
Vaglaskógur  02/07/2021  09/07/2021 433
Vaglaskógur  06/08/2021 13/08/2021 385
Vaglaskógur 30/07/2021  06/08/2021 403
Vaglaskógur 20/08/2021 27/08/2021 253
Vaglaskógur 18/06/2021 25/06/2021 348
Vaglaskógur 11/06/2021 18/06/2021 392
Varmahlíð, Skagafirði 30/07/2021  06/08/2021 362
Varmahlíð, Skagafirði 18/06/2021 25/06/2021 214
Varmahlíð, Skagafirði 20/08/2021 27/08/2021 135
Varmahlíð, Skagafirði 13/08/2021 20/08/2021 162
Varmahlíð, Skagafirði  09/07/2021 16/07/2021 409
Varmahlíð, Skagafirði  02/07/2021  09/07/2021 464
Varmahlíð, Skagafirði 11/06/2021 18/06/2021 398
Varmahlíð, Skagafirði 25/06/2021  02/07/2021 208
Varmahlíð, Skagafirði 23/07/2021 30/07/2021 315
Varmahlíð, Skagafirði  04/06/2021 11/06/2021 -26
Varmahlíð, Skagafirði  06/08/2021 13/08/2021 337
Varmahlíð, Skagafirði 16/07/2021 23/07/2021 315
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9 13/08/2021 20/08/2021 265
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9  02/07/2021  09/07/2021 411
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9  06/08/2021 13/08/2021 261
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9 18/06/2021 25/06/2021 335
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9 20/08/2021 27/08/2021 81
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9  09/07/2021 16/07/2021 318
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9  04/06/2021 11/06/2021 259
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9 28/05/2021  04/06/2021 186
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9 23/07/2021 30/07/2021 252
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9 30/07/2021  06/08/2021 347
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9 25/06/2021  02/07/2021 321
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9 16/07/2021 23/07/2021 335
Vestmannaeyjar, Foldarhraun 9 11/06/2021 18/06/2021 264

rafidnadarsambandid2Í gær lauk fundarherferð þar sem kjarasamningur RSÍ og AFLs við Alcoa var kynntur. Kynningarfundur voru vel sóttir af starfsfólki Alcoa en allir fundir fóru fram með rafrænum hætti auk þess sem mikið kynningarefni var starfsfólki aðgengilegt á vefsíðum félaganna og innan fyrirtækisins. Atkvæðagreiðsla stendur enn yfir og er þátttaka nú þegar orðin mjög góð. Hvetjum við félaga okkar hjá Alcoa sem hafa ekki greitt atkvæði að taka þátt í atkvæðgreiðslunni og taka afstöðu til samningsins. 

Samningaviðræður standa yfir við Elkem en kjarasamningurinn rann úr gildi um síðustu áramót. Mikil vinna er lögð í að uppfæra heildarkjarasamninginn hjá Elkem og hafa viðræður gengið nokkuð vel og mjög góð vinna hefur unnin hvað það varðar. 

Viðræður standa yfir hjá ISAL þar sem unnið er úr efni bókunar um styttingu vinnuvikunnar. Ljóst er að um mjög mikilvægt málefni er að ræða og höfum við væntingar til þess að þessari vinnu ljúki áður en sá kjarasamningur rennur úr gildi. Kjarasamningur RSÍ og ISAL rennur úr gildi í lok maí næstkomandi og því er undirbúningur að þriðju samningaviðræðum við fyrirtækið á rúmu ári er hafinn. 

 

rafidnadarsambandid rautt

Minnum á að síðasti dagur til að skila inn umsóknum fyrir sumarið er 28.02.2021. Úthlutað samkvæmt punktastöðu 1. mars. Hvetjum alla til að vera vakandi yfir tölvupóstum vegna þessa þar sem borið hefur á því að tölvupóstur fari í ruslpóst. Þeir sem fá úthlutað hafa frest til og með 7. mars til að ganga frá greiðslu. 

Opnað verður á bókanir  kl 12:00 þriðjudaginn 9. mars fyrir þá sem fá synjun. 

Mánudaginn 15. mars verður opnað fyrir bókanir á alla.  

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?